PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   mán 26. maí 2025 10:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 8. umferðar - Átti stórleik en það dugði skammt
Kjartan Kári er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.
Kjartan Kári er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hans Viktor í leiknum gegn Aftureldingu.
Hans Viktor í leiknum gegn Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur tók toppsætið í 8. umferð Bestu deildarinnar en liðið vann ÍA, sem er í neðsta sætinu, 2-1.

Valdimar Þór Ingimundarson átti stóran þátt í báðum mörkum Víkings og er í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar, líkt og hinn ungi Stígur Diljan Þórðarson sem skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni.



Davíð Smári Lamude er þjálfari umferðarinnar en Vestri vann 3-1 sigur á Stjörnunni eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestra áður en Daði Berg Jónsson skoraði tvívegis.

Breiðablik tapaði í Kaplakrika. Kjartan Kári Halldórsson var maður leiksins með tvær stoðsendingar í 2-0 sigri FH. Mathias Rosenörn er einnig í Sterkasta liðinu.

Birkir Heimisson skoraði og var maður leiksins þegar Valur vann auðveldan 3-0 sigur gegn ÍBV. Fram vann 3-2 sigur gegn KR þar sem Jakob Byström skoraði tvö lagleg mörk í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni. Aron Sigurðarson skoraði geggjað aukaspyrnumark, setti alls tvö og átti stórleik fyrir KR en það dugði skammt.

Þá á KA tvo fulltrúa í liðinu eftir mikilvægan 1-0 sigur gegn Aftureldingu. Eins og oft áður gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson gæfumuninn og skoraði glæsilegt sigurmark. Hans Viktor Guðmundsson stóð vaktina vel í vörninni.

Fyrri úrvalslið:
   20.05.2025 08:45
Sterkasta lið 7. umferðar - Enginn úr leiðinlegasta leik tímabilsins

   12.05.2025 07:30
Sterkasta lið 6. umferðar - Valsmenn vængjum þöndum

   06.05.2025 11:00
Sterkasta lið 5. umferðar - Gylfi stimplar sig inn

   29.04.2025 10:10
Sterkasta lið 4. umferðar - KR-ingar fóru hamförum

   25.04.2025 10:15
Sterkasta lið 3. umferðar - Fjórir fulltrúar Aftureldingar

   15.04.2025 09:45
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar

   07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni

Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Fram 17 7 4 6 26 - 22 +4 25
5.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
6.    Vestri 17 7 2 8 16 - 15 +1 23
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner