Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
banner
   sun 25. maí 2025 20:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Lucas skoraði í lokaumferðinni - FCK danskur meistari
Andri Lucas lauk tímabilinu á því að skora
Andri Lucas lauk tímabilinu á því að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael skoraði einnig
Mikael skoraði einnig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason
Brynjar Ingi Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn þegar HamKam lagði Molde 2-1 í norsku deildinni í dag. Viðar Ari Jónsson sat allan tímann á bekknum.

Logi Tómasson var í byrjunarliði Stromsgodset sem tapaði 3-2 gegn Sandefjord. Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Sandefjord, tók út leikbann.

Hilmir Rafn Mikaelsson sat allan tímann á bekknum þegar Viking vann Kristiansund 1-0. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúman klukkutíma þegar Sarpsborg tapaði 1-0 gegn Tromsö. Þá vann Brann 2-0 gegn Haugesund. Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Eggert Aron Guðmundsson spilaði allan leikinn.

Viking er á toppnum með 23 stig eftir tíu umferðir. Brann er í 2. sæti með 20 stig og á leik til góða, Sandefjord er í 5. sæti með 15 stig eftir átta leiki spilaða, Sarpsborg er í 9. sæti með 12 stig eftir átta leiki, HamKam í 13. sæti með 8 stig og Stromsgodset í 14. sæti með sex stig.

Óskar Borgþórsson kom ekki við sögu í 2-0 sigri Sogndal gegn Egersund í næst efstu deild í Noregi. Þá kom Hinrik Harðarson inn á undir lokin þegar Odd tapaði 3-1 gegn Hodd. Sogndal er í 2. sæti með 15 stig eftir átta umferðir en Odd er í 6. sæti með 13 stig.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Gent í 3-1 tapi gegn Royale Union St. Gilloise í lokaumferðinni í Belgíu. Hann hafði ekki skorað síðan í febrúar. Gent endaði með 26 stig í 6. sæti og mun ekki spila í Evrópukeppni að ári.

FCK varð danskur meistari eftir harða baráttu við Midtjylland. Bæði lið unnu sína leiki í lokaumferðinni, FCK 3-0 gegn Nordsjælland og Midtjylland lagði Randers 3-2. Rúnar Alex Rúnarsson er ekki inn í myndinni hjá FCK og Elías Rafn Ólafsson hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu hjá Midtjylland.

Mikael Neville Anderson skoraði í 3-2 tapi AGF gegn Brondby. AGF endaði í 6. sæti með 40 stig.

Hlynur Freyr Karlsson spilaði allan leikinn þegar Brommapojkarna tapaði 1-0 gegn AIK í sænsku deildinni. Brommapojkarna er í 12. sæti með 10 stig eftir tíu umferðir. Danijel Djuric og Logi Hrafn Róbertsson komu ekki við sögu þegar Istra 1961 gerði 1-1 jafntefli gegn Osijek í lokaumferð króatísku deildarinnar. Istra hafnaði í 6. sæti.
Athugasemdir
banner