Aston Villa hyggst leggja fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir munu halda því fram að reyndari dómari en Thomas Bramall hefði átt að vera skipaður til að stýra leiknum gegn Manchester United.
Emi Martinez, markvörður Aston Villa, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en liðið tapaði 2-0 á Old Trafford. Liðið fékk á sig bæði mörkin eftir að mark Morgan Rogers var dæmt af.
Emi Martinez, markvörður Aston Villa, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en liðið tapaði 2-0 á Old Trafford. Liðið fékk á sig bæði mörkin eftir að mark Morgan Rogers var dæmt af.
Það atvik var mjög umdeilt þar sem Bramall flautaði áður en Rogers kom boltanum í netið. Dómarinn taldi að Rogers hafi brotið á Altay Biyndir. Hann var hins vegar ekki kominn með vald á boltanum.
VAR gat ekki skorist inn í leikinn þar sem dómarinn hafði flautað áður en boltinn fór í netið.
„Við verðum að sætta okkur við þetta. Þetta voru mistök, stór mistök. Við spiluðum vel allan leikinn með rautt spjald og þetta mark sem var dæmt af, það var lykilaugnablik," sagði Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Athugasemdir