Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 13:10
Brynjar Ingi Erluson
Gæti verið á förum aðeins nokkrum dögum eftir að hafa unnið titilinn
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Ítalska félagið Napoli er að skoða þjálfaramarkaðinn aðeins nokkrum dögum eftir að Antonio Conte stýrði liðinu til sigurs í Seríu A en þetta segir Gazzetta dello Sport.

Conte var ráðinn til Napoli á síðasta ári og gerði liðið að meistara í fjórða sinn í sögu félagsins um helgina.

Það var fimmti deildartitill hans á Ítalíu og varð hann fyrsti þjálfarinn til að vinna deildina með þremur félögum í Seríu A, en hann gæti nú verið á förum.

Gazzetta dello Sport segir að Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, sé farinn að undirbúa líf eftir Conte.

Einhver ummerki eru um að Conte gæti hætt með Napoli og vill forsetinn vera vel undirbúinn skyldi þjálfarinn hverfa á braut, en Max Allegri er sagður efstur á blað.

Allegri hefur verið án starfs síðasta árið eða síðan hann var rekinn frá Juventus fyrir ógnandi hegðun í garð dómara og blaðamanna eftir að hafa unnið ítalska bikarinn.

Ítalinn er einn sá sigursælasti í heimalandinu með fimmtán titla hjá þremur félögum.
Athugasemdir
banner
banner