Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Wirtz nálgast Liverpool eftir stórt fyrsta tilboð
Wirtz vill fara til Liverpool.
Wirtz vill fara til Liverpool.
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz, einn besti ungi leikmaður heimsfótboltans, færist nær Liverpool. Ensku meistararnir eru í viðræðum við Bayer Leverkusen og hefur gert fyrsta tilboð sem er í kringum 85 milljónir punda.

Búist er við því að viðræður muni ganga nokkuð hratt en Wirtz hefur sagt forráðamönnum Leverkusen að hann vilji fara til Liverpool. Hann hefur ákveðið að hafna Bayern München.

Wirtz er 22 ára og var valinn leikmaður ársins í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili en hann lék þá lykilhlutverk í óvæntum sigri Leverkusen.

Wirtz gæti á endanum verið keyptur til Liverpool fyrir metfé en ekvadorski miðjumaðurinn Moises Caicedo er sá dýrasti, Chelsea borgaði Brighton 115 milljónir punda fyrir hann.

Þýska blaðið Bild segir að forráðamönn Bayern séu hissa og vonsviknir en þeir voru víst sannfærðir um að ná að landa Wirtz.
Athugasemdir
banner
banner