Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Osimhen að ná samkomulagi í Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Victor Osimhen virðist vera að kveðja Evrópuboltann en Sky Sports segir hann langt kominn með samkomulag við Al Hilal í Sádi-Arabíu.

Osimhen er hjá Galatasaray á láni frá Napoli og hefur skorað 25 mörk, auk þess að eiga fimm stoðsendingar, í 29 leikjum fyrir tyrkneska liðið.

Samningur hans við Napoli, sem rennur út á næsta ári, er með 63 milljóna punda riftunarákvæði.

Osimhen skoraði 31 mark tímabilið sem Napoli vann ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 33 ár, 2022-23 tímabilið.

Hann hefur oft verið orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög, þar á meðal Manchester United, Chelsea and Arsenal.

Honum stendur til boða risasamningur í Sádi-Arabíu en áður en Al Hilal getur gengið frá kaupum á markahróknum þarf félagið að fá grænt ljós á kaupin í gegnum ríkisstyrk Sádi-Arabíu. Forráðamenn félagsins telja að það verði ekki mikið mál.
Athugasemdir
banner