Brasilíumaðurinn Fred Saraiva, sem leikið hefur með Fram síðan 2018, hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, segir óvíst hvort að Fred nái að spila í síðustu tveimur leikjum Fram fyrir landsleikjahlé.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, segir óvíst hvort að Fred nái að spila í síðustu tveimur leikjum Fram fyrir landsleikjahlé.
„Ég er ekki búinn að hitta Fred frá því fyrir helgina, hann byrjar að skokka í dag og alveg óljóst hvað og hversu fljótt hann er tilbúinn í leik. Hann er því ennþá spurningarmerki fyrir þessa tvo leiki sem eftir eru fram að landsleikjahléi. Við sjáum hvernig hann bregst við hreyfingunni í dag. Svo er það bara hans og læknateymisins að ákveða hvort við eigum að taka einhvern séns á honum eða bara hvíla hann fram yfir landsleikjaglugga til að ná honum heilum. Við metum þetta dag frá degi," segir Rúnar.
Magnús Ingi Þórðarson, sóknarmaður Fram, er sömuleiðis að glíma við meiðsli, er tábrotinn.
„Tryggvi (Snær Geirsson) er búinn að vera frá, kom til baka og meiddist aftur, komið við sögu í tvemur leikjum. Mingi er tábrotinn og verður ekkert með fyrr en eftir landsleikjaglugga."
„Það er eitthvað smávægilegt hér og þar og við erum svona að reyna dreifa álaginu eins og við getum," segir Rúnar.
Fram er í 5. sæti Bestu deildarinnar eftir átta umferðir. Liðið mætir KA á heimavelli á fimmtudag og svo Val á útivelli næsta mánudag. Eftir þann leik tekur við landsleikjahlé.
Athugasemdir