Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 25. maí 2025 17:17
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 4. umferðar - Bæjarhetjan mætt heim með stæl
Lengjudeildin
Elfar Árni kom frá KA fyrir tímabilið.
Elfar Árni kom frá KA fyrir tímabilið.
Mynd: Völsungur
Kári Sigfússon skoraði þrennu gegn Leikni.
Kári Sigfússon skoraði þrennu gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kári Kristjánson var öflugur í Árbænum.
Kári Kristjánson var öflugur í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórðu umferð Lengjudeildarinnar lauk í gær en Völsungur frá Húsavík vann sinn annan leik í röð á dramatískan hátt. Völsungur vann Fjölni 2-1 og maður umferðarinnar kemur úr röðum nýliðanna.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Elfar Árni Aðalsteinsson átti stórleik og var allt í öllu í sóknarleik Völsungs. Hann fékk víti, skoraði úr víti og skoraði sigurmark í uppbótartíma annan leikinn í röð. Þessi 34 ára sóknarmaður hélt heim í Völsung frá KA fyrir tímabilið. - „Elfar er frábær leikmaður og hefur sýnt það í mörg ár. Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs.



Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði Völsungs, er einnig í liði umferðarinnar. Það var boðið upp á markaveislu í Grindavík þar sem leikar enduðu 3-4, Þór í vil. Sigfús Fannar Gunnarsson fer vel af stað á tímabilinu, hann skoraði tvö mörk fyrir Þór og er í annað sinn í úrvalsliðinu.

Keflavík er áfram í efsta sæti en liðið slátraði Leikni, neðsta liði deildarinnar 6-0. Kári Sigfússon skoraði þrennu í leiknum og Sindri Snær Magnússon átti miðsvæðið.

Njarðvík, sem er í öðru sæti, vann HK í Kórnum 1-3. Varnarmaðurinn Sigurjón Már Markússon var maður leiksins. Tómas Bjarki Jónsson kom Njarðvík yfir en hann hefur verið flottur á miðsvæði liðsins.

Kári Kristjánsson var maður leiksins þegar Þróttur vann gríðarlega öflugan útisigur gegn Fylki 1-2. Sigurvin Ólafsson er þjálfari umferðarinnar og Hlynur Þórhallsson er í liði umferðarinnar.

Kristján Atli Marteinsson skoraði fyrra mark ÍR sem vann 2-0 sigur gegn Selfossi. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson markvörður ÍR var seigur í rammanum og hélt hreinu.

Fyrri úrvalslið:
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
5.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
6.    Keflavík 10 4 3 3 19 - 14 +5 15
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 10 3 2 5 24 - 30 -6 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner