Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
banner
   sun 25. maí 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd búið að ná munnlegu samkomulagi við Cunha
Mynd: EPA
Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við brasilíska sóknarmanninn Matheus Cunha um að ganga til liðs við félagið ú sumar.

Samkvæmt heimildum Fabrizio Romano mun Cunha skrifa undir fimm ára samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar. Man Utd mun borga rúmlega 62 milljónir fyrir leikmanninn.

Greint var frá því í síðustu viku að Man Utd og Wolves myndu fara í viðræður og félagaskiptin myndu ganga í gegn eftir helgi og það virðist vera ganga eftir.

Cunha er 25 ára gamall brasilískur sóknarmaður. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp sex í 36 leikjum á tímabilinu. Hann hefur leikið 92 leiki og skorað 33 mörk fyrir Wolves síðan hann gekk til liðs við félagið frá Atletico Madrid í janúar 2023.


Athugasemdir
banner
banner