Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 11:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Treyjunúmer Cunha hjá Man Utd sagt klárt
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Matheus Cunha verður fyrsti leikmaðurinn sem Manchester United kaupir í sumar.

Hann hefur náð samkomulagi við félagið og mun Man Utd greiða Úlfunum 62,5 milljónir punda fyrir hann.

Samkvæmt talkSPORT er Man Utd búið að lofa Cunha ákveðnu treyjunúmeri; hann verði númer 10 hjá félaginu.

Marcus Rashford hefur verið með það númer hjá Man Utd síðustu árin en framtíð hans er annars staðar. Hann varði seinni hluta yfirstandandi tímabils á láni hjá Aston Villa.

Þetta er stórt númer hjá Man Utd en áður en Rashford fékk það, þá voru Zlatan Ibrahimovic, Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy, Teddy Sheringham og David Beckham með það á bakinu.
Athugasemdir