Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Gea orðaður við Mónakó - Í viðræðum við Fiorentina
Mynd: EPA
David de Gea, markvörður Fiorentina, er orðaður við franska félagið Mónakó.

De Gea hefur verið frábær fyrir Fiorentina en hann samdi við félagið síðasta sumar. Hann tók sér heilt ár í að hugsa næstu skref eftir að hann yfirgaf Man Utd árið 2023.

Samningur hans við Fiorentina rennur út um mánaðamótin en það er ákvæði um eins árs framlengingu í samningnum.

Fiorentina er hins vegar í viðræðum við leikmanninn og vill semja við hann til 2028.
Athugasemdir
banner
banner