banner
   lau 27. október 2018 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Páll fær samningi sínum hjá ÍBV rift
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við ÍBV. Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.

Halldór Páll er búinn að vera í viðræðum við ÍBV en samkomulag hefur ekki náðst.

Halldór Páll spilaði 16 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og var valinn mikilvægastur hjá ÍBV að tímabilinu loknu.

Halldór, sem er 24 ára að aldri, er uppalinn hjá ÍBV en hefur einnig spilað með KFS í Vestmannaeyjum. Hann gæti núna reynt fyrir sér hjá öðru liði og ef taka á mið á því hvernig hann spilaði í Pepsi-deildinni í sumar, þá verður hans næsti áfangastaður hjá liði í Pepsi-deildinni.

Halldór segist hafa fundið fyrir áhuga frá öðrum liðum en hefur hingað til ekkert gert í því af virðingu við ÍBV.

„Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga en ég var búinn að ákveða það strax að koma heiðarlega fram við ÍBV og spá ekkert í því fyrr en ég væri búinn að sjá hvort það myndi nást samkomulag um nýjan samning þar," sagði Halldór Páll sem fer núna að skoða möguleikana í kringum sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner