Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fös 27. október 2023 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurvin fékk ekki símtal úr Vesturbænum - „KR mun rísa á ný"
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson var í gær ráðinn þjálfari Þróttar í Lengjudeild karla og skrifaði hann undir þriggja ára samning.

Sigurvin er einn af þjálfurum sem hefur verið nefndur til sögunnar í tengslum við starfið hjá KR sem er búið að vera laust í margar vikur. Sigurvin er með mikla tengingu við KR eftir að hafa verið þar leikmaður og aðstoðarþjálfari. Hann stýrði einnig venslafélagi KR, liði KV með mjög flottum árangri.

„Nei, ég hef ekkert rætt við KR-inga," sagði Sigurvin í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef fulla trú á því að þeir finni góðan mann í verkið. KR mun rísa á ný, hafðu engar áhyggjur af því. Ég var þannig séð ekkert laus, ég var með samning hjá FH og var ekkert á leið í burtu þaðan. Eðlilega spáðu þeir kannski ekkert í því. Þú verður að spyrja þá hvort þeir hafi haft áhuga annars, en ég fékk ekki símtal og það er bara í góðu lagi."

KR hefur rætt við ýmsa þjálfara en enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá ráðningu.
Athugasemdir
banner
banner
banner