Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2020 15:10
Magnús Már Einarsson
Klopp um leikjaplanið: Tímaeyðsla að tjá sig
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vera hættur að tjá sig um leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni. Klopp hefur lýst yfir óánægju sinni með að spila leiki í hádeginu á laugardegi eftir að hafa spilað á miðvikudagskvöldi en hann vill fá meiri tíma fyrir leikmenn til að jafna sig á milli leikja.

Enska úrvalsdeildin kynnti í gær leikjaáætlunina í desember og þar mætir Liverpool liði Crystal Palace á hádegi á laugardegi eftir að hafa mætt Tottenham á miðvikudagskvöldi.

Sama er uppi á teningnum á morgun en Liverpool heimsækir Brighton í hádeginu eftir að hafa mætt Atalanta í fyrrakvöld.

„Mínar hugmyndir eru skýrar. Ég þarf að undirbúa mig. Það lítur út fyrir að þetta verði þannig út árið að við erum þeir einu sem spila miðvikudag og laugardag," sagði Klopp í dag.

„Hvað sem ég segi þá hjálpar það ekki svo ég ætla að hætta að tala. Það er bara tímaeyðsla."
Athugasemdir
banner
banner