
Staðan er markalaus eftir fyrri hálfleik í stórleik Spánar og Þýskalands en Spánverjar hafa átt bestu færin.
Dani Olmo átti skot sem Manuel Neuer gerði vel að verja í slána á upphafsmínútunum og svo klúðraði Ferran Torres erfiðu dauðafæri.
Antonio Rüdiger kom boltanum svo í netið fyrir Þjóðverja þegar hann fékk frían skalla eftir aukaspyrnu en VAR herbergið var snöggt að dæma markið ógilt vegna naumrar rangstöðu.
Sjáðu sláarskot Dani Olmo
Sjáðu rangstöðumark Rudiger
Athugasemdir