fim 28. janúar 2021 12:47
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Í beinni - Þorsteinn kynntur sem nýr landsliðsþjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:15 hefst fréttamannafundur á Laugardalsvelli þar sem Þorsteinn Halldórsson verður formlega kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins.

Ásmundur Haraldsson verður hans aðstoðarmaður og munu þeir sitja fyrir svörum.

Þorsteinn tekur við starfinu af Jóni Þóri Haukssyni sem var látinn taka pokann sinn vegna trúnaðarbrests.

Undir stjórn Jóns Þórs komst kvennalandsliðið á EM 2022 en mótið verður haldið á Englandi.

Fylgst verður með fundinum í beinni textalýsingu hér að neðan
13:20
Engar spurningar koma úr salnum og því farið beint í viðtöl. Takk fyrir að fylgjast með þessari snöggu lýsingu.

Eyða Breyta
13:19
"Framtíðin er björt, liðið hefur yngst og það kemur vel undan fyrrum þjálfara. Okkar verkefni er að halda þessari þróun áfram og gera vel," segir Þorsteinn.

Eyða Breyta
13:17
"Ég er stoltur að taka þetta að mér. Auðvitað skilur maður Blikana eftir í smá sárum. Það er tilhlökkun hjá mér og Ása að taka við þessu. Við tökum við liðinu á góðum stað. Okkar verkefni í dag er að undirbúa liðið fyrir undankeppni HM. EM kemur svo í kjölfarið." segir Þorsteinn.

Eyða Breyta
13:17
Guðni segir að það sé mjög gott að sjá Ása Haralds aftur í höfuðstöðvunum.

"Ég vil þakka Breiðabliki kærlega fyrir samskiptin og skilning þeirra á málinu."

Eyða Breyta
13:16
"Þorsteinn hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og er einn af okkar færustu þjálfurum. Við höfum fengið mjög öflugan mann," segir Guðni sem byrjaði á því að þakka fráfarandi þjálfurum, Jóni Þóri Haukssyni og Ian Jeffs.

Eyða Breyta
13:15
Fundurinn er hafinn og Guðni Bergsson tekur til máls.

Eyða Breyta
13:14
Fyrstu leikir Þorsteins með íslenska liðið

A-landslið kvenna leikur á æfingamóti í Frakklandi í febrúar og mætir þar Frakklandi, Sviss og Noregi.

Leikirnir fara fram á Louis Dugauguez leikvangnum í Sedan sem er rétt við landamærin að Belgíu.

Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í því ellefta, Ísland sextánda og Sviss nítjánda. Leikirnir verða leiknir án áhorfenda vegna Covid-19 faraldursins.

Leikir Íslands
17. febrúar - Frakkland - Ísland
20. febrúar - Ísland - Noregur
23. febrúar - Ísland - Sviss

Eyða Breyta
13:13
Þetta ár verður ákveðið undirbúningsár fyrir kvennalandsliðið. Stóra málið er lokakeppni EM sem fram fer á Englandi á næsta ári. Opnunarleikur mótsins fer fram á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley. Aðrir leikir verða á minni leikvöngum landsins.

Eyða Breyta
13:11
Spurning er hversu marga KSÍ ræddi við áður en Þorsteinn var ráðinn í starfið. Elísabet Gunnarsdóttir fundaði með sambandinu eins og komið hefur fram. Rætt var um að hún myndi stýra Kristianstad og landsliðinu á þessu ári áður en hún myndi hætta hjá sænska félaginu og alfarið taka við Íslandi.

Guðni Bergs segir að KSÍ hafi ekki verið tilbúið að gera landsliðsþjálfarastarf kvenna að hlutastarfi.

Þá segja sögurnar að einnig hafi verið fundað með Jörundi Áka Sveinssyni og Þórði Þórðasyni en þeir hafa þjálfað yngri landsliðin í kvennaflokki.

Eyða Breyta
13:07
Jóhann Ólafur, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, er búinn að dreifa vatni og súkkulaði um salinn svo allir eru sáttir. Aldursforsetinn í salnum rifjar upp þegar vín var í boði á fréttamannafundum og öskubakkar á borðum. Það var fyrir mína tíð, leiðinlegt að hafa misst af því.

Eyða Breyta
13:02


Þeir sem munu sitja fyrir svörum á fundinum eru Þorsteinn Halldórsson, Ásmundur Haraldsson og formaðurinn sjálfur, Guðni Bergsson.

Eyða Breyta
13:00


Stundarfjórðungur í fundinn. Sóttvarnirnar í góðu lagi hér á KSÍ að sjálfsögðu. Fjöldi fulltrúa frá hverjum fjölmiðli var takmarkaður og gott bil á milli borða.

Eyða Breyta
12:55
Hver tekur við Breiðabliki?

"Það er stutt síðan þetta kom upp og við erum farin af stað með það ferli að finna næsta þjálfara. Sú vinna er að byrja og við munum reyna að vinna það hratt og vel," sagði Sigurður Híðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Hér er listi yfir þjálfara sem mögulega gætu tekið við Breiðabliki.

Eyða Breyta
12:51


Ráðningin á Þorsteini kemur ekki á óvart en Fótbolti.net sagði frá því í byrjun desember að hann væri líklegasti kosturinn eftir að Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn.

Af heimasíðu KSÍ:
KSÍ hefur ráðið Þorstein Halldórsson sem þjálfara A landsliðs kvenna og hefur hann þegar hafið störf.

Þorsteinn, sem er fæddur árið 1968, er reynslumikill þjálfari með UEFA A þjálfaragráðu. Þorsteinn hafði þjálfað hjá KR í fimm ár þegar hann tók við meistaraflokksliði kvenna hjá Breiðabliki árið 2014, en hafði áður m.a. starfað hjá Þrótti og Haukum. Hann stýrði liði Breiðabliks til Íslandsmeistaratitla árin 2015, 2018 og 2020, og til bikarmeistaratitla árin 2016 og 2018. Liðið komst einnig í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar árið 2019. Þorsteinn á sjálfur að baki yfir 200 leiki, þar af 150 í efstu deild, í meistaraflokki með Þrótti N., KR, FH og Þrótti R. og hefur leikið fyrir U19 og U21 landslið Íslands.

Ásmundur Haraldsson, fyrrum aðstoðarþjálfari A kvenna, verður aðstoðarmaður Þorsteins. Ásmundur var aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna árin 2013 til 2018.

Fyrstu leikir A landsliðs kvenna á árinu 2021 eru þrír leikir á æfingamóti í Frakklandi, en þar mætir liðið Frakklandi, Sviss og Noregi. Undankeppni HM 2023 hefst síðan í haust, en dregið verður í riðla í vor.

KSÍ býður Þorstein velkomin til starfa!

Eyða Breyta
12:50
Góðan og gleðilegan daginn!

Velkomin með okkur í beina lýsingu frá Laugardalsvelli, höfuðstöðvum KSÍ.

Klukkan 13:15 hefst fréttamannafundur á Laugardalsvelli þar sem Þorsteinn Halldórsson verður formlega kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins.

Ásmundur Haraldsson verður hans aðstoðarmaður og munu þeir sitja fyrir svörum.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner