Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 12:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Díaz passar fulkomlega í Liverpool
Díaz í leik gegn Liverpool í vetur
Díaz í leik gegn Liverpool í vetur
Mynd: EPA
Það lítur allt út fyrir að Luis Díaz sé að ganga í raðir Liverpool, samkomulag er í höfn milli Porto og Liverpool og mun enska félagið greiða 37,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. Ofan á það gætu bæst við 12,5 milljónir punda í bónusgreiðslur.

Liverpool hefur fylgst með Díaz, sem er 25 ára gamall, síðasta árið. Díaz er með 16 mörk og 8 stoðsendingar í öllum keppnum fyrir Porto á þessari leiktíð en hann er nú staddur með kólumbíska landsliðinu, sem spilar leiki í undankeppni HM.

Portúgalski fótboltasérfræðingurinn Filipe Dias ræddi um Díaz í þættinum Transfer Talk.

„Blöðin í Portúgal segja að skiptin munu ganga í gegn, svo það lítur út fyrir að Luis Díaz, besti leikmaður portúgölsku deildarinnar, sé á leið til Liverpool."

„Hann er leikmaður sem er Jurgen Klopp að skapi, tæknilega mjög góður. Það er ljóst að hann getur staðið sig vel á stærra sviði en portúgalska deildin er."

„Díaz er besti kólumbíski leikmaðurinn þessa stundina, besti leikmaður Portúgal þessa stundina og hann getur leyst allar stöður fram á við þrátt fyrir að vera ekki framherji."

„Það er eitthvað sérstakt við hann. Það er enginn vafi í mínum huga, ef allt verður eðlilegt, að hann muni passa fullkomlega inn í hlutina hjá Liverpool,"
sagði Dias.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner