Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Fréttirnar af David Luiz koma Carragher ekki á óvart
David Luiz.
David Luiz.
Mynd: Getty Images
Þær fréttir að David Luiz sé líklega á leið frá Arsenal koma Jamie Carragher, sérfræðingi Sky Sports, ekkert á óvart.

Carragher segir að kaup Arsenal á hinum nítján ára William Saliba frá Saint-Etienne ýti Luiz út um dyrnar.

„Við vitum það vel að það vantar oft upp á einbeitinguna hjá Luiz og hann tekur oft slæmar ákvarðanir sem geta reynst dýrkeyptar. Þess vegna hefur verið flakk á honum á ferli hans," segir Carragher.

„Leikstíll hans hefur mikið skemmtanagildi en það er kannski ekki eitthvað sem þú leitar eftir þegar þú ert að tala um varnarmann. Hann er ekki að fara að breyta sínum leikstíl."

„Ég tel að hann sé bestur í þriggja miðvarða kerfi eins og hann spilaði hjá Chelsea undir Antonio Conte þegar þeir unnu titilinn."

„Í raun kemur það ekkert á óvart að þeir ætli ekki að endurnýja samning David Luiz. Ég veit að hjá Arsenal eru menn mjög spenntir fyrir Saliba sem mun koma á næsta tímabili. Hann er samt bara 19 ára enn og ég tel að þeir þurfi aðeins meiri reynslu í þessa stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner