Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   sun 28. júlí 2024 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Grétar Snær líklega rifbeinsbrotinn - „Hann verður líklega frá í einhvern tíma“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður FH, verður ekki með liðinu næstu vikur eftir að hann lenti í harkalegu samstuði í 2-0 sigrinum á Vestra á Ísafirði í dag.

Á 10. mínútu leiksins fór Ibrahima Balde harkalega í Grétar sem reyndi að halda leik áfram.

Tveimur mínútum síðar var honum skipt af velli.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, telur það líklegast að Grétar sé rifbeinsbrotinn. Hann verður því ekkert með liðinu næstu vikur, en ætti að vera klár fyrir lokasprettinn.

„Ég held að hann sé rifbeinsbrotinn. Það er það síðasta sem ég heyrði, en ég hef ekki séð þetta aftur. Fróðir menn segja að hann hafi farið með takkana í rifbeinin á honum og hann verður örugglega frá í einhvern tíma, því miður fyrir okkur. Þegar Grétar hefur verið að spila þá hefur hann alltaf staðið sig frábærlega fyrir klúbbinn,“ sagði Heimir við Fótbolta.net í dag.

Grétar hefur spilað 12 leiki í deild- og bikar með FH-ingum á þessu tímabili.
Heimir: Það er vægt til orða tekið hjá þér
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner