Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Nýr formaður Vals staðfestir að Túfa verði áfram
Sr­djan Tufegdzic, Túfa.
Sr­djan Tufegdzic, Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sr­djan Tufegdzic, Túfa, verður áfram þjálfari Vals í Bestu deild karla en nýr formaður knattspyrnudeildar félagsins, Björn Steinar Jónsson, staðfesti þetta í samtali við Vísi.

„Ég verð áfram með liðið, það er klárt mál.“ sagði Túfa sjálfur eftir að Valur innsiglaði Evrópusæti með því að vinna ÍA örugglega 6-1 á laugardag.

Vangaveltur hafa verið í gangi um möguleg þjálfaraskipti á Hlíðarenda en Valur var í brasi í sumar og stigasöfnun gekk ekki að óskum eftir að Túfa tók við af Arnari Grétarssyni sem var rekinn í sumar.

Björn Steinar, sem var kjörinn nýr formaður á dögunum, segir að Túfa, sem skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í ágúst, fái áframhaldandi traust til þess að leiða liðið áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner