Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. nóvember 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafntefli niðurstaðan í stórleik helgarinnar
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: EPA
Jorginho gerði slæm mistök en skoraði svo jöfnunarmarkið.
Jorginho gerði slæm mistök en skoraði svo jöfnunarmarkið.
Mynd: EPA
Chelsea 1 - 1 Manchester Utd
0-1 Jadon Sancho ('50 )
1-1 Jorginho ('69 , víti)

Chelsea og Manchester United skildu jöfn þegar liðin áttust við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Chelsea var með algjöra stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en náði ekki að skora. David de Gea er enn á ný - á þessu tímabili - að reynast andstæðingnum erfiður.

Antonio Rudiger komst næst því að skora þegar hann átti tilraun sem fór í slána.

Það er alltaf hættulegt þegar þú nýtir þér ekki tækifærið; hætta á að þér verði refsað.

Það er það sem United gerði í byrjun seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom Man Utd yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Sancho skoraði eftir skelfileg mistök hjá Jorginho.

Chelsea pressaði vel eftir markið og þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, þá fengu þeir vítaspyrnu. Aaron Wan-Bissaka sparkaði í hælinn á Thiago Silva eftir fast leikatriði.

Jorginho var svalur á vítapunktinum og skoraði. Spyrnan var allavega svalari en snerting hans sem kostaði Chelsea mark fyrr í leiknum

Fred fékk gott færi til að koma Man Utd yfir þegar Edouard Mendy, markvörður Chelsea, sparkaði boltanum beint til hans. Skottilraun Fred var hins vegar ömurleg og auðvelt fyrir Mendy að grípa boltann. Rudiger fékk dauðafæri til að skora sigurmarkið í blálokin en skot hans var - eins og hjá Fred - virkilega slakt.

Lokatölur 1-1. Chelsea er á toppnum með einu stigi meira en Manchester City. Man Utd er í áttunda sæti með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner