Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 28. nóvember 2021 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik hrint af liðsfélaga og rautt spjald fór á loft
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað furðulegt atvik í Íslendingaslag Kristiansund og Viking í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson lenti í rifrildi við liðsfélaga sinn og fóru þeir að ýta hvor öðrum. Það endaði með því að Patrik henti sér í jörðina og hélt um höfuð sitt.

Patrik gerði mikið úr þessu og fékk liðsfélagi hans, David Brekalo, að launum beint rautt spjald.

Sem betur fer fyrir Patrik, þá var ekki mikið eftir af leiknum og náði Viking að landa sigrinum.

Patrik er á láni hjá Viking frá Brentford í Englandi.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér að neðan. Ekki á hverjum degi sem þetta gerist.


Athugasemdir
banner
banner
banner