Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 29. mars 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ismaila Sarr var mjög nálægt Man Utd
Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Ismaila Sarr var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United síðasta sumar að sögn Filippo Giraldi, sem var áður fyrr háttsettur hjá enska félaginu Watford.

Sarr féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra með Watford en hann var orðaður við stór félög í kjölfarið, félög eins og Liverpool og Man Utd.

Giraldi segir í samtali við Here We Go hlaðvarpið að Sarr hafi komist næst Man Utd.

„Það var mjög nálægt því að gerast, ég var persónulega í viðræðum við þá," sagði Giraldi.

„Við náðum ekki samkomulagi," sagði Ítalinn jafnframt en hann segir að Watford hafi verið heppið með því að halda honum.

„Ég elska Ismaila því hann getur haft áhrif á leikinn í hvert sinn sem hann spilar. Það er frekar sjaldgæft."

Hinn 23 ára gamli Sarr gæti verið á leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina með Watford því liðið situr í öðru sæti Championship-deildarinnar þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner