Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. maí 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagan á bak við samband Mourinho og Guardiola
„Þegar þú nýtur þess sem þú ert að gera, þá missurðu ekki hárið. Hann er sköllóttur,"
Guardiola og Mourinho hér hliðarlínunni
Guardiola og Mourinho hér hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
Þeir nýttu hvert tækifæri á Spáni til þess að gagnrýna hvorn annan
Þeir nýttu hvert tækifæri á Spáni til þess að gagnrýna hvorn annan
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og Pep Guardiola voru eitt sinn vinir, en þeir eru það ekki lengur í dag. Þeir munu takast á í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, en Mourinho er tekinn við Man. Utd á meðan Guardiola tekur við nágrönnunum í Man City. Það verður því afar spennandi og áhugavert að sjá rimmur þeirra á næsta tímabili.

Þeir störfuðu saman hjá Barcelona, en Mourinho var partur af þjálfaraliði Börsunga á árum áður og starfaði hann undir bæði Sir Bobby Robson og Lous van Gaal. Á miðjunni hjá Barcelona á sama tíma var Guardiola.

Þegar þeir voru saman hjá Barcelona voru þeir miklir vinir og deildu þeir aðdáun og hvor öðrum. Guardiola var strax á þeim tíma hugsaður sem framtíðarstjóri félagsins og töluðu hann og Mourinho svo klukkustundunum skipti á æfingasvæðinu um leikaðferðir.

Þegar Frank Rijkaard var látinn fara árið 2008 þá vildi Mourinho starfið hjá Barcelona og nefndi hann Guardiola til sögunnar sem mögulegan aðstoðarmann sinn. Mourinho fór á fund með varaforseta Börsunga, en Txiki Begiristain, sem vinnur nú sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Man. City og vann á þeim tíma hjá Barcelona, vildi fá Guardiola í stjórastólinn og fékk hann ósk sína uppfyllta.

Eins og flestir vita þá náði Guardiola mögnuðum árangri með Barcelona, en á öðru tímabili sínu hjá félaginu rákust leiðir hans og Mourinho saman í Meistaradeildinni. Mourinho og lið hans Inter Milan höfðu betur og Mourinho fagnaði ógurlega fyrir stuðningsmenn Barca. Inter vann svo Meistardeildin, en eftir tímabilið fór Mourinho til erkifjenda Barcelona, Real Madrid.

Hjá Barcelona og Real Madrid áttu þeir afar áhugaverðar viðureignir gegn hvorum öðrum og nýttu þeir hvert tækifæri til þess að gagnrýna hvorn annan.

„Þegar þú nýtur þess sem þú ert að gera, þá missurðu ekki hárið. Hann er sköllóttur," er líklega ein besta tilvitnun knattspynrusögunnar, en þetta sagði Mourinho eitt sinn um Guardiola.

Það verður því afar áhugavert að sjá viðureignir þeirra með Manchesterliðin á næsta tímabili, en það er búið að ákveða hvenær þeir mætast fyrst og það verður á undirbúningstímabilinu í Kína, nánar tiltekið þann 25. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner