Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wimbledon snýr aftur á Plough Lane - Enn í eigu stuðningsmanna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wimbledon FC er sögufrægt félag á Englandi en það lagði upp laupana skömmu eftir síðustu aldamót. Það gerðist þegar stjórn félagsins ákvað að færa heimavöllinn um 90 kílómetra, til Milton Keynes. Stuðningsmenn tóku það ekki til mála.

Ákvörðunin var þó endanleg en langstærsti hluti stuðningsmanna hætti að halda með Wimbledon FC og var AFC Wimbledon stofnað 30. maí 2002.

Eftir nafnabaráttu hætti Wimbledon FC sem knattspyrnufélag árið 2004 og var MK Dons stofnað í staðinn. MK Dons og AFC Wimbledon eru bæði í fallbaráttu ensku C-deildarinnar í dag.

AFC Wimbledon hefur verið með Kingsmeadow sem heimavöll frá stofnun en hann rýmir tæplega 5000 manns og aðeins helming í sæti. Í gær staðfesti félagið byggingu nýs heimavallar aðeins 200 metra frá gamla heimavelli Wimbledon FC, Plough Lane, sem var rifinn niður 2002.

Stuðningsmenn söfnuðu rúmlega 5 milljónum punda og seldu 10% hlut í félaginu til að fjármagna leikvanginn.

„Ég er í sjöunda himni. Þetta er söguleg stund fyrir félagið," sagði Joe Palmer, framkvæmdastjóri félagsins.

Framkvæmdir hófust í mars og er búist við að leikvangurinn verði tilbúinn í lok október. Covid-19 gæti þó seinkað gangi mála en markmið félagsins er að spila sinn fyrsta heimaleik á nýjum leikvangi í kringum næstu áramót.

Pláss verður fyrir 9000 áhorfendur á New Plough Lane en nóg er af plássi og hægt að stækka leikvanginn í framtíðinni.

Stuðningsmenn eiga því áfram rúmlega 75% hlut í AFC Wimbledon.
Athugasemdir
banner
banner
banner