Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 09:46
Elvar Geir Magnússon
Jói Valgeirs: Er enginn að kenna dómurunum að dæma?
Jóhannes Valgeirsson.
Jóhannes Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Jó­hann­es Val­geirs­son, fyrrum dómari, gagnrýnir íslenska dómgæslu á samfélagsmiðlinum Twitter.

Hann horfði á leik ÍA og KR í gær þar sem Einar Ingi Jóhannsson hélt um flautuna.

„Er að horfa á Leik á skaganum. Laumast að mér spurning. Er enginn að kenna dómurum í dag hvernig eigi að dæma? Stuttbuxurnar smellpassa. Það er nokkurn veginn allt!" skrifaði Jóhannes á Twitter.

Einar fékk fimm í einkunn frá fréttaritar Fótbolta.net á leiknum, Benjamín Þórðarsyni. KR vann 2-1 útisigur en hér má lesa skýrsluna úr leiknum.

„Einar var bara alls ekki nógu góður í dag. Alls ekki samkvæmur sjálfum sér þegar kom að gulum spjöldum og brotum. Dæmdi vítaspyrnu sem enginn skildi og svo lokafarsinn þar sem aðstoðardómarinn flaggaði. Einar fór og talaði við hann í dágóðan tíma og labbaði svo inní teig, þar sem allir héldu að hann væri að fara að dæma víti á KR en eftir að hafa staðið þar í góða mínútu þá dæmti hann rangstöðu. Allt saman mjög furðulegt," skrifaði Benjamín.

Jóhannes Valgeirsson gagnrýndi einnig dómgæslu Valdimars Pálssonar á Twitter í síðustu viku en Valdimar dæmdi bikarleik KA og Leiknis.

„Dómaragrínið á norðurlandi með byr í seglin. Fyrsta gula er auðvitað alvarlega grófur leikur og brottvísun. Dómari leiksins vissi svo lítið hvað hann var að gera í seinni hörmunginni!" skrifaði Jóhannes þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner