Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Barcelona og Juventus rífast um það hver er geitin
Messi fagnar í gær.
Messi fagnar í gær.
Mynd: Getty Images
Barcelona vann Juventus 2-0 á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Lionel Messi skoraði síðara markið og átti þátt í því fyrra.

Messi og Cristiano Ronaldo hafa í áraraðir barist um titilinn besti fótboltamaður í heimi en sá síðarnefndi missti af leiknum í gær þar sem hann er með kórónuveiruna.

Margir vilja meina að þessir leikmenn berjist um að vera besti leikmaður sögunnar, GOAT (Greatest of all time) eða geitin. Barcelona ákvað að skjóta á Juventus eftir leikinn í gær.

„Við erum ánægð með að þið gátuð fengið að sjá 🐐 á ykkar velli @juventusfcen! 😘" sagði Barcelona á Twitter eftir leikinn í gær.

„Þið skoðuð líklega ranga orðabók. Við sýnum ykkur þá réttu á Camp Nou," svaraði Juventus en Ronaldo ætti að ná síðari leiknum gegn Barcelona í desember.


Athugasemdir
banner
banner
banner