Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   þri 30. janúar 2018 10:38
Magnús Már Einarsson
Tobias Thomsen: Get ekki beðið eftir að fara aftur til Íslands
Tobias fagnar einu af mörkum sínum með KR á síðasta tímabili.
Tobias fagnar einu af mörkum sínum með KR á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Ég fer til Íslands á morgun þar sem ég fer í læknisskoðun og skrifa undir hjá Val," sagði danski framherjinn Tobias Thomsen við Fótbolta.net í dag en hann er að ganga til liðs við Íslandsmeistarana.

„Ég get ekki beðið eftir að fara aftur til Íslands. Ég er mjög spenntur," bætti Tobias við.

Tobias skoraði 13 mörk í 25 deildar og bikarleikjum með KR á síðasta tímabili. KR reyndi að halda Tobias en þær viðræður báru ekki árangur og nú er ljóst að hann fer í Val.

„Ég átti frábæran tíma hjá KR og var ánægður þar. Ég átti góðar viðræður við Rúnar (Kristinsson) en við náðum ekki samkomulagi."

„Ég er ánægður með að ganga til liðs við Íslandsmeistarana og með að spila í Evrópukeppni. Ég hef horft á nokkra leiki á undirbúningstímabilinu hjá Val og þetta var án efa besta liðið á síðasta tímabili enda vann það deildina með tíu stigum. Liðið spilar líka áhugaverðan fótbolta."

Tobias kunni afar vel við lífið á Íslandi og hann hafði mikinn áhuga á að koma aftur í Pepsi-deildina.

„Um leið og ég kom aftur til Danmerkur eftir tímabilið þá vildi ég fara aftur til Íslands. Ég elska landið og fólkið þar. Fólkið er jarðbundið og tekur þér opnum örmum," sagði Tobias að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner