Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 30. janúar 2023 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Tilkynntu félagsskipti McKennie of fljótt

Umboðsskrifstofan Wasserman Soccer sér um mál Weston McKennie og lét óvart frá sér tilkynningu um félagsskipti miðjumannsins alltof snemma.


McKennie er að ganga í raðir Leeds á lánssamningi frá Juventus sem gildir út tímabilið. Leeds borgar rúma milljón punda til að fá McKennie lánaðan og getur svo fest kaup á leikmanninum fyrir tæplega 29 milljónir til viðbótar. Heildarverðið yrði því 30 milljónir punda.

Wasserman Soccer birti færslu á Instagram til að óska McKennie til hamingju með félagsskiptin til Leeds og var leikmaðurinn búinn að líka við færsluna áður en henni var kippt út.

Leeds mun því væntanlega staðfesta skiptin á næstu klukkustundum og er hægt að búast við opinberri tilkynningu í kvöld.


Athugasemdir
banner