Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 30. apríl 2022 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 1. umferð - Fullkomin frumraun
Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Ana Paula Santos Silva.
Ana Paula Santos Silva.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hin brasilíska Ana Paula Santos Silva er leikmaður 1. umferðar í Bestu deild kvenna að mati Fótbolta.net.

Santos Silva gerði þrennu á 15 mínútum þegar Keflavík vann 0-4 sigur á KR. Gætu þessi mörk hennar skipt miklu máli þegar talið er úr pokanum í vor því flestallir spá því að Keflavík verði í fallbaráttu á tímabilinu.

Þessi öflugi framherji er á sínu fyrsta tímabili með Keflavík. Hún kom til félagsins í vetur eftir að hafa gert flotta hluti í bandaríska háskólaboltanum.

„Ágætis byrjun. Hún er ótrúlega flink með boltann og heldur boltanum rosalega vel. Hún var dugleg að fá hann á milli varnar og miðju," sagði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, sem fjallaði um leikinn fyrir Fótbolta.net, í Heimavellinum á dögunum.

„Þetta var geggjað fyrir Keflavík og mér fannst þær líta vel út," sagði Sigríður jafnframt.

Mist Rúnarsdóttir talaði um það í Heimavellinum að Keflavík hefði gert vel með að fá sína erlendu leikmenn inn snemma. Santos Silva er búin að vera að leika með liðinu á undirbúningstímabilinu og það hefur hjálpað.

Gekk eiginlega allt upp
Eftir að hafa skorað þrennuna, þá ræddi Santos Silva við fréttamann Vísis.

„Ég mjög ánægð með minn fyrsta leik fyrir Keflavík, það gekk eiginlega allt upp," sagði hún og hélt svo áfram: „Ég er mjög ánægð með að hafa skorað þrjú mörk og mjög ánægð með það að við höfum unnið; ég get ekki kvartað undan neinu. En auðvitað er þetta bara fyrsti leikurinn á tímabilinu og það er mikið sem við þurfum að laga og við munum fara yfir það eftir leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner