Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Hörmungar Schalke halda áfram
Þessi svipur á Daniel Caligiuri, leikmanni Schalke, lýsir gengi liðsins mjög vel.
Þessi svipur á Daniel Caligiuri, leikmanni Schalke, lýsir gengi liðsins mjög vel.
Mynd: Getty Images
Gengi Schalke 04 í þýsku úrvalsdeildinni frá því að deildin hófst aftur eftir kórónuveirufaraldurinn hefur verið vægast sagt slakt. Liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum, skorað eitt mark og fengið á sig tíu talsins.

Í dag tapaði Schalke á heimavelli gegn Werder Bremen, 1-0. Werder er í fallsæti, en er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Það er líklega orðið mjög heitt undir David Wagner, þjálfara Schalke, en liðið vann síðast deildarleik þann 17. janúar.

Alfreð Finnbogason er enn að glíma við meiðsli og var ekki með Augsburg sem tapaði 2-0 fyrir Hertha Berlín í höfuðborginni. Augsburg er í 14. sæti, en Hertha er á uppleið og í níunda sæti.

Þá unnu Eintracht Frankfurt og Hoffenheim sína leiki, en úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Leikur Bayern München og Fortuna Dusseldorf hefst klukkan 16:30.

Wolfsburg 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Andre Silva ('27 , víti)
1-1 Kevin Mbabu ('58 )
1-2 Daichi Kamada ('85 )

Hertha 1 - 0 Augsburg
1-0 Javairo Dilrosun ('23 )

Mainz 0 - 1 Hoffenheim
0-1 Ihlas Bebou ('43 )

Schalke 04 0 - 1 Werder
0-1 Leonardo Bittencourt ('32 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner