Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 30. maí 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar hrósaði Hlyni: Leysti þetta hlutverk frábærlega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr Karlsson var í hlutverki yfirfrakka á Nikolaj Hansen í gær. Valsarinn fylgdi Nikolaj eins og skugginn og átti að gera danska framherjanum lífið leitt.

Hlynur hefur í upphafi móts spilað í miðverðinum vegna meiðsla hjá bæði Hólmari Erni Eyjólfssyni og Elfari Frey Helgasyni.

Anton Freyr Jónsson sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net hrósaði Hlyni í skýrslunni eftir leik.

„Hlynur var gjörsamlega frábær á miðju Valsmanna í kvöld. Var með Nikolaj Hansen í vasanum allan leikinn og elti hann hvert sem hann fór og maður skilur núna ástæðuna hjá Arnari Grétars að taka Birki Heimis út og færa Hlyn inn á miðjuna," skrifaði Anton sem valdi Hlyn næstbesta mann leiskins.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 9. umferðar - Hlynur Freyr í þriðja sinn í liðinu

„Hann var hrikalega flottur í dag, ásamt öllu liðinu. Við gerðum það þannig að djúpi miðjumaðurinn (Hlynur) var að snöfla í kringum hann (Nikolaj) og hafsentarnir [okkar] voru að stíga upp í miðjumennina sem fara alveg upp í uppspilinu þeirra. Hlynur leysti þetta hlutverk alveg frábærlega í dag og það skipti máli," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við Anton eftitr leik.

Hlynur er nítján ára og gekk í raðir Vals eftir að hafa verið hjá Bologna undanfarin ár. Hlynur fór út til Ítalíu frá Breiðabliki sem miðjumaður, kom til baka sem hægri bakvörður en eins og fyrr segir hefur hann spilað í miðverðinum og djúpur á miðjunni á tímabilinu.

Hann er fyrirliði U19 landsliðsins sem fer í lokakeppni EM í júlí.

Sjá einnig:
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta (3. mars)
Arnar Grétars: Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu
Innkastið - Veðravíti og Víkingstap
Athugasemdir
banner
banner