Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 30. júlí 2024 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki bara eitt félag í Bestu deildinni á eftir Sami Kamel
Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur.
Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, er eftirsóttur af félögum í Bestu deildinni.

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net um liðna helgi að bæði KA og ÍA væru að horfa til hans.

Sagt var frá því í síðustu viku að KA hefði lagt fram tilboð í hann upp á tvær milljónir króna en fengið móttilboð upp á fimm milljónir króna frá Keflavík.

„KA vill fá hann og ÍA horfir einnig löngunaraugum til hans. Skagamenn voru víst að fylgjast með honum í leiknum gegn Aftureldingu," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Það er sæmilegur verðmiði sem Keflavík er að setja á hann, fimm milljónir," sagði Sæbjörn Steinke.

Kamel er þrítugur sóknarmiðjumaður sem er á öðru ári sínu hjá Keflavík en hann er með sex mörk í tólf leikjum í deild og bikar í sumar. Samningur hans við Keflavík rennur út eftir tímabilið. Félög geta byrjað að tala við hann núna um samning fyrir næsta tímabil.

„Ég heyrði að menn væru svolítið hræddir við hvað samfélagið í Keflavík segir. Þeir eru í fimmta sæti í Lengjudeildinni og ef þeir losa sitt stærsta nafn gæti komið kurr og urgur hjá fólkinu í kringum félagið," sagði Elvar Geir en Keflavík er í baráttu um að komast í umspilið í Lengjudeildinni.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner