Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 23. júlí 2024 10:05
Innkastið
KA gerði tilboð í Sami Kamel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn hér á Íslandi er opinn og mörg félög að vinna að því að styrkja leikmannahópa sína fyrir seinni hluta tímabilsins.

Þar á meðal er KA en í Innkastinu var sagt að Akureyrarfélagið hefði gert tilboð í Sami Kamel, einn besta leikmann Lengjudeildarinnar.

Kamel er þrítugur sóknarmiðjumaður sem er á öðru ári sínu hjá Keflavík en hann er með sex mörk í ellefu leikjum í deild og bikar.

Talað er um að KA hefði boðið tvær milljónir í Kamel en fengið móttilboð frá Keflavík upp á fimm milljónir. Ansi há upphæð miðað við að hann verður samningslaus eftir tímabilið.

KA, sem er í áttunda sæti Bestu deildarinnar og á leið í bikarúrslitaleik gegn Víkingi síðar á tímabilinu, hefur misst Svein Margeir Hauksson út í nám til Bandaríkjanna og horfa væntanlega til Kamel í að fylla hans skarð. Auk Sveins er varnarmaðurinn Birgir Baldvinsson líka farinn út í nám.
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner