Danski-sænski markvörðurinn Filip Jörgensen er genginn í raðir Chelsea frá Villarreal.
Chelsea kaupir þennan 22 ára gamla markvörð á 24,5 milljónir evra en samningur hans er til sex ára.
Jörgensen átti flotta frammistöðu með Villarreal á síðustu leiktíð og mun nú taka næsta skref ferilsins.
Hann á að berjast við Robert Sanchez um markvarðarstöðuna hjá þeim bláklæddu.
Jörgensen spilar með U21 árs landsliði Danmerkur en hefur einnig leikið fyrir unglingalandslið Svíþjóðar. Hann er fæddur í Svíþjóð og á sænska móður, en hann gat valið að spila fyrir Danmörk þar sem faðir hans er danskur.
Filip Jorgensen, our new Blue! ???????????? pic.twitter.com/QBrqBmfdnK
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 30, 2024
Athugasemdir