Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   sun 30. ágúst 2015 09:00
Guðni Rúnar Gíslason
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Flautað til leiks
Guðni Rúnar Gíslason
Guðni Rúnar Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd:
Fyrir fáeinum dögum opnuðum við fótboltaleikinn Kickoff CM eins og margir lesendur Fótbolta.net þekkja.

Eitt af því mikilvægasta sem leikjaframleiðendur gera er að fá inn áhugasama notendur sem eru tilbúnir að segja manni til syndanna og fræða mann um það sem þeir vilja fá að sjá í leiknum á seinni stigum.

Af þessari ástæðu ákváðum við í samstarfi við Fótbolti.net í sumar að bjóða lesendum Fótbolti.net að skrá sig til að prófa Kickoff CM áður en við myndum opna leikinn fyrir almenning. Það tókst með eindæmum vel og fylltist í hópinn á 30 mínútum.

Þessi grunur okkar um að á meðal lesenda Fótbolta.net myndu leynast frábærir og áhugasamir notendur var mjög fljótt staðfestur. Endurgjöf og álit hrúgaðist til okkar sem er ekkert nema frábært og kunnum við ykkur bestu þakkir fyrir. Endilega haldið þessu áfram!

Sagan er þó ekki á enda. Núna höldum við áfram að betrumbæta og stækka leikinn. Á næstu vikum fá notendur Kickoff CM að sjá nýjar aðgerðir í leiknum. Við fylgjum þeirri stefnu að þegar viðbætur við leikinn eru tilbúnar þá keyrum við þær út um leið. Þeir sem fylgjast með umræðunni í Facebook hópnum um leikinn sjá líka þegar líða fer að næstu viðbótum.

Fyrir ykkur sem hafið ekki prófað leikinn þá getið þið nálgast hann hér, leikurinn er ókeypis. Þið hin sem eruð byrjuð að spila, góða skemmtun!

Að lokum. Allir á völlinn og Áfram Ísland.
Athugasemdir
banner