Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 30. ágúst 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klásúla varðandi erlend félög - „Endar alltaf þar sem þú átt skilið í fótbolta"
Stefni ég þangað? Já. Er það óraunhæft? Já.
Stefni ég þangað? Já. Er það óraunhæft? Já.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Við viljum vera topplið á Íslandi og að það sé í rauninni enginn tilgangur fyrir Arnar að fara annað og eins með leikmenn
Við viljum vera topplið á Íslandi og að það sé í rauninni enginn tilgangur fyrir Arnar að fara annað og eins með leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvort sem það verður á Englandi eða í 3. deild í Færeyjum, það verður bara að koma í ljós
Hvort sem það verður á Englandi eða í 3. deild í Færeyjum, það verður bara að koma í ljós
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir út tímabilið 2025. Eins og kom fram í tilkynningu Víkings fyrir tímabilið 2021 þá gildi gamli samningur Arnars út tímabilið 2023.

Fótbolti.net ræddi við Arnar sjálfan og Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, um nýja samninginn.

Spurt var út í þann möguleika að Arnar færi á einhverjum tímapunkti, á meðan samningurinn væri enn í gildi, erlendis og tæki við starfi þar.

„Við viljum vera sá klúbbur sem hann vill vera hjá. Ég held að þessi samningur endurspegli það að hann vilji vera í Víkingi en ekki í öðru liði. En ef það kemur eitthvað erlendis frá þá er skiljanlegt að metnaður manna liggi þar. Við viljum vera topplið á Íslandi og að það sé í rauninni enginn tilgangur fyrir Arnar að fara annað og eins með leikmenn," sagði Kári.

Samningurinn er óuppsegjanlegur. Kári vildi ekki fara í smáatriði er varða samninginn þegar fréttaritari spurði út í möguleg tilboð erlendis frá.

Arnar var spurður hvar metnaður hans lægi, liggur hann erlendis?

„Hann liggur í að ná eins langt og hægt er. Auðvitað er það erlendis, ég held að það sé engin spurning. En hvaða klúbbar geta boðið það erlendis að vera berjast um titla í fyrsta lagi, vinna í frábæru starfsumhverfi, spila í Evrópu, gera góða hluti í Evrópu - það eru ekkert margir klúbbar í Evrópu nema í löndum sem er eins og staðan í dag óraunhæft að starfa í. Stefni ég þangað? Já. Er það óraunhæft? Já."

„Einhvern tímann verð ég að byrja á þeirri vegferð en mér liggur ekkert á. Næstu þrjú árin verða vonandi bara góð hér hjá Víkingi og svo er það árangurinn út á velli sem leiðir það í ljós hvar þetta endar. Þú endar alltaf þar sem þú átt skilið í fótbolta, það er bara þannig. Hvort sem það verður á Englandi eða í 3. deild í Færeyjum, það verður bara að koma í ljós."


Arnar var spurður hvort að minni félög í Evrópu hefðu sýnt sér áhuga en hann hefði einfaldlega hafnað þeim.

„Um leið og þú nærð árangri í Evrópukeppni og vinnur titla þá er tekið eftir þér. Þú ert kominn á ákveðinn lista, hversu langt sem maður er kominn á þeim lista veit ég ekki. Sama gerist með Óskar og sama gerðist með Rúnar og Heimir Guðjóns á sínum tíma. Þetta er ekkert flókið, árangur skapar umtal en eins og staðan er í Víkinni í dag þá varð það umtal ekki að neinum tilboðum eða neinu slíku."

Er einhver klásúla varðandi félög erlendis?

„Já, það eru alltaf einhverjar klásúlur. En þær eru bara mjög staðbundnar eins og gengur og gerist. Fótboltinn er bara þannig að ef þú vilt fá eitthvað þá bara borgaru fyrir það. Hversu mikið fer bara eftir því hversu mikið þú vilt fá viðkomandi aðila - hvort sem það er leikmaður, yfirmaður knattspyrnumála eða þjálfari," sagði Arnar.

Viðtölin við Arnar og Kára má sjá í heild sinni hér að neðan.
Arnar í skýjunum: Engin óvissa lengur
Kári Árna: Besti þjálfari landsins
Athugasemdir
banner
banner
banner