Tvö fyrrum félög Kára Árna
Núna var verið að draga í leikjadrát Sambandsdeildarinnar, en það var að koma í ljós hvaða lið Víkingar mæta í hinni nýju deildarkeppni. Því miður koma Chelsea eða Fiorentina ekki til Íslands.
Úr 1. styrkleikaflokki mæta Víkingar liði LASK frá Austurríki en hin liðin í þeim styrkleikaflokki voru Chelsea, Fiorentina, Gent, Real Betis og FC Kaupmannahöfn. Víkingar fengu þarna líklega mest óspenandi andstæðinginn.
Úr 1. styrkleikaflokki mæta Víkingar liði LASK frá Austurríki en hin liðin í þeim styrkleikaflokki voru Chelsea, Fiorentina, Gent, Real Betis og FC Kaupmannahöfn. Víkingar fengu þarna líklega mest óspenandi andstæðinginn.
Úr 2. styrkleikaflokki fengu Víkingar sænska liðið Djurgården en Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen léku fyrir félagið á sínum tíma. Þeir starfa báðir fyrir Víkinga í dag; Kári sem yfirmaður fótboltamála og Sölvi sem aðstoðarþjálfari.
Víkingar spila svo gegn Omonia frá Kýpur úti, en Kári Árna var einnig á mála hjá Omonia á sínum leikmannaferli.
Íslands- og bikarmeistararnir leika svo þá Cercle Brugge frá Belgíu heima, gegn Borac frá Bosníu og Noah frá Armeníu. Guðmundur Þórarinsson spilar með Noah.
Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara áfram í 16-liða úrslitin og liðin í níunda til 24. sæti fara í umspil um að komast á það stig.
Andstæðingar Víkings
LASK (úti)
Djurgården (heima)
Omonia (úti)
Cercle Brugge (heima)
Borac (heima)
Noah (úti)
Athugasemdir