Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tók símtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli Víkinga gegn Santa Coloma í Andorra í viðureign liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Eftir 5-0 sigur í heimaleiknum var nokkuð ljóst að leið Víkinga í deildarkeppnina væri nokkuð greið.
Farið var um víðan völl í viðtalinu. Fjallað var um leikin sem skilur lítið eftir sig og afrekið að vera í Sambandsdeildinni eftir að lið Breiðabliks ruddi brautina í fyrra.
Þá er einnig farið í stórleik Víkinga og Vals sem framundan er næstkomandi sunnudag og framhaldið í deildinni.
Arnar ræðir einnig framtíð Pablo Punyed hjá Víkingum sem fór í vel heppnaða aðgerð vegna krossbandaslita í vikunni sem og fjarveru Arons Elís Þrándarsonar sem ferðaðist ekki með Víkingum til Andorra.
Að lokum talar Arnar um eigin framtíð og þann glugga sem Sambandsdeildin er fyrir hann sem þjálfara en hann var ekki langt frá því að taka við liði Norköpping fyrir tæpu ári síðan.
Símtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir