Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
Hugarburðarbolti GW 30 Salah í dvala
   fim 29. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tók símtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli Víkinga gegn Santa Coloma í Andorra í viðureign liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Eftir 5-0 sigur í heimaleiknum var nokkuð ljóst að leið Víkinga í deildarkeppnina væri nokkuð greið.

Farið var um víðan völl í viðtalinu. Fjallað var um leikin sem skilur lítið eftir sig og afrekið að vera í Sambandsdeildinni eftir að lið Breiðabliks ruddi brautina í fyrra.

Þá er einnig farið í stórleik Víkinga og Vals sem framundan er næstkomandi sunnudag og framhaldið í deildinni.

Arnar ræðir einnig framtíð Pablo Punyed hjá Víkingum sem fór í vel heppnaða aðgerð vegna krossbandaslita í vikunni sem og fjarveru Arons Elís Þrándarsonar sem ferðaðist ekki með Víkingum til Andorra.

Að lokum talar Arnar um eigin framtíð og þann glugga sem Sambandsdeildin er fyrir hann sem þjálfara en hann var ekki langt frá því að taka við liði Norköpping fyrir tæpu ári síðan.

Símtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner