Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Kjaftæðið - Jason Daði á heimleið?
Kjaftæðið - Viðbjóður í Varsjá
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Kjaftæðið - Ísland í lykilstöðu fyrir umspilssæti
Hugarburðarbolti GW 11 Úr skúrk, yfir í hetju á einni viku!
Enski boltinn - Var tímabilið að sveiflast þarna?
Kjaftæðið - City valtaði yfir Liverpool og Amorim drullaði á sig
Útvarpsþátturinn - Davíð Smári, kapallinn og ensk verðlaun
Kjaftæðið - Frankarinn kominn heim og lét til sín taka!
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
banner
   fim 29. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tók símtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli Víkinga gegn Santa Coloma í Andorra í viðureign liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Eftir 5-0 sigur í heimaleiknum var nokkuð ljóst að leið Víkinga í deildarkeppnina væri nokkuð greið.

Farið var um víðan völl í viðtalinu. Fjallað var um leikin sem skilur lítið eftir sig og afrekið að vera í Sambandsdeildinni eftir að lið Breiðabliks ruddi brautina í fyrra.

Þá er einnig farið í stórleik Víkinga og Vals sem framundan er næstkomandi sunnudag og framhaldið í deildinni.

Arnar ræðir einnig framtíð Pablo Punyed hjá Víkingum sem fór í vel heppnaða aðgerð vegna krossbandaslita í vikunni sem og fjarveru Arons Elís Þrándarsonar sem ferðaðist ekki með Víkingum til Andorra.

Að lokum talar Arnar um eigin framtíð og þann glugga sem Sambandsdeildin er fyrir hann sem þjálfara en hann var ekki langt frá því að taka við liði Norköpping fyrir tæpu ári síðan.

Símtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner