Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
   fim 29. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tók símtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli Víkinga gegn Santa Coloma í Andorra í viðureign liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Eftir 5-0 sigur í heimaleiknum var nokkuð ljóst að leið Víkinga í deildarkeppnina væri nokkuð greið.

Farið var um víðan völl í viðtalinu. Fjallað var um leikin sem skilur lítið eftir sig og afrekið að vera í Sambandsdeildinni eftir að lið Breiðabliks ruddi brautina í fyrra.

Þá er einnig farið í stórleik Víkinga og Vals sem framundan er næstkomandi sunnudag og framhaldið í deildinni.

Arnar ræðir einnig framtíð Pablo Punyed hjá Víkingum sem fór í vel heppnaða aðgerð vegna krossbandaslita í vikunni sem og fjarveru Arons Elís Þrándarsonar sem ferðaðist ekki með Víkingum til Andorra.

Að lokum talar Arnar um eigin framtíð og þann glugga sem Sambandsdeildin er fyrir hann sem þjálfara en hann var ekki langt frá því að taka við liði Norköpping fyrir tæpu ári síðan.

Símtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir