Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   lau 30. nóvember 2024 17:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Stórkostlegt að komast í sögubækurnar"
Mynd: Getty Images

Justin Kluivert varð fyrsti leikmaðurinn til að skora vítaspyrnuþrennu í úrvalsdeildinni í dag þegar Bournemouth lagði Wolves af velli í dag.


„Það hljómar fallega, það er stórkostlegt að komast í sögubækurnar, hrikalega ánægður með það. Ég æfi þær (vítaspyrnurnar). Við erum með frábæran markvörð í Kepa. Við prófum ýmislegt, fyrst horfði ég á markvörðinn og svo breytti ég til í annarri spyrnunni. Þá veit hann ekki hvað ég mun gera í þriðju. Ég beið og hann valdi þetta fyrir mig, svo einfalt er það," sagði Kluivert.

Hann var spurður að því hvar hann ætlar að geyma boltann en það er hefði fyrir því að leikmenn sem skora þrennu taki bolta með sér heim.

„Ég mun setja hann í herbergi dóttur minnar, hann mun bíða eftir því að hún komi í febrúar og hún mun sjá hvernig mér gekk," sagði Kluivert en hann á von á dóttur ásamt unnustu sinni í febrúar.


Athugasemdir
banner
banner