Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í frystinum hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain.
Berglind gekk í raðir liðsins frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðan þá hefur hún aðeins spilað 15 mínútur í frönsku úrvalsdeildinni og 26 mínútur í franska bikarnum.
Berglind gekk í raðir liðsins frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðan þá hefur hún aðeins spilað 15 mínútur í frönsku úrvalsdeildinni og 26 mínútur í franska bikarnum.
Þjálfari liðsins Gerard Precheur segist opinberlega vera að leita að níu og hann hafi verið að gera það alveg frá því hann tók við í ágúst síðastliðnum. Berglind var fengin til félagsins síðasta sumar og hefur ekki verið að glíma við meiðsli, en fær samt af einhverri ástæðu ekki tækifærið.
„Ég hef verið að biðja um níu frá því ég tók við. Ég bjóst við að ég myndi fá þannig leikmann í byrjun tímabils," segir Precheur en Berglind kom til félagsins tæpum mánuði eftir að hann tók við. Er hann búinn að gleyma því að hún sé hjá félaginu?
„Félagið ætlar að fá níu í janúar. Ég vona að það verði að raunveruleika."
Á samfélagsmiðlum hefur stuðningsfólk PSG sett spurningamerki við það af hverju Berglind hefur fengið svona fá tækifæri, fólk skilur það ekki þegar það vantar sóknarmann eins og þjálfarinn segir. Hún virðist ekki eiga mikla framtíð félaginu, allavega ekki á meðan Precheur stýrir liðinu.
Hefur áður gerst hjá íslenskum leikmanni
Það virðist ekki vera sérstaklega árangursríkt fyrir íslenska leikmenn að fara til Frakklands. Svava Rós Guðmundsdóttir, liðsfélagi Berglindar í landsliðinu, lék fyrir nokkrum árum með Bordeaux og fékk ekki mörg tækifæri þar.
„Ég var bara sett út í kuldann, sama hversu vel ég stóð mig á æfingum, það skipti engu máli. Þjálfarinn var búinn að ákveða sig og það var ekkert hægt að breyta þeirri skoðun. Ég myndi ekki segja að það hafi verið út af frammistöðu því ég var langt frá því að vera verst á æfingum. Hann vildi ekki gefa mér smá tækifæri," sagði Svava í viðtali við Fótbolta.net fyrir stuttu.
„Þjálfarinn talaði enga ensku og ég talaði ekki frönsku, ég var að læra hana en það gekk ekkert rosalega vel. Hann gaf eiginlega skít í okkur útlendingana - þær sem töluðu ekki frönsku. Það var ein sem talaði reiprennandi frönsku og spilaði alla leikina. Útlendingarnir voru svolítið til hliðar."
Svava var í viðtalinu spurð að því hvort hún vissi til þess að það væri algengara í Frakklandi en bara hjá Bordeaux að útlendingar fái ekki tækifæri. „Já, ég veit um eitt svoleiðis núna. Þetta er ekkert nýtt og ég held að þetta sé bara svolítið algengt - sem er ömurlegt. Að það sé ekki einu sinni gefið tækifæri er bara glatað."
Berglind hefur áður leikið í Frakklandi en hún skoraði fimm mörk í 18 leikjum með Le Havre tímabilið 2020/21.
The fan’s agree with me and are also asking questions?. Before you complain, how about giving her a chance to prove herself?.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 25, 2022
Instead of saying “i need a nr.9”, try to use your nr.9 for once. pic.twitter.com/jayOCaqD8e
Ah bah c est sympa pour Thorvaldsdottir ???? https://t.co/zzOP33Y2RF
— Nat_AK11 ????????//???????? (@NatMunegu) December 23, 2022
Line up got me like ????????????
— psgclubchicago (@psgclubchicago) December 22, 2022
Thorvaldsdottir? Why if she's not gonna play?
Folquet nor Georgieva didn't make trip https://t.co/6hYCy9onWB
Athugasemdir