Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. ágúst 2021 11:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR-ingar eru stoltir af því að eiga Hjalta í Leikni
Hjalti Sigurðsson
Hjalti Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjalti Sigurðsson lék á sunnudag sinn fyrsta leik með Leikni gegn uppeldisfélaginu KR.

Hjalti var keyptur til Leiknis í upphafi félagsskiptagluggans nú í sumar. Hann verður 21 árs í september og er mjög fjölhæfur leikmaður. Til þessa hefur hann leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

Sjá einnig:
„Að kaupa hann eru frábær viðskipti og þetta verður lykilmaður hjá okkur"

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Hjalta eftir leikinn á sunnudag. Hvort var það gaman eða erfitt að sjá Hjalta í Leiknistreyjunni á heimavelli KR?

„Það er hvorki gaman né erfitt. Menn verða að finna sér einhvern vettvang við hæfi. Ég er virkilega ánægður að hann sé að spila hjá Leikni en með allri virðingu fyrir Leikni þá er smá munur á KR og Leikni, hefur verið í gegnum tíðina en eins og við sjáum í dag er bilið að styttast töluvert," sagði Rúnar.

„Hjalti átti erfitt með að fóta sig hjá okkur, komast í liðið og fá mínútur. Ég skil hann vel að vilja fara, fá mínútur og geggjað ef hann fær þær í Pepsi-deildinni. Ég gat ekki veitt honum það þó að ég hafi viljað það stundum. Stundum þarf maður að velja betri leikmann, einhvern sem gerir aðra hluti fyrir mann en Hjalti."

„Hjalti er gríðarlega góður karakter, duglegur strákar, æfði alltaf ofboðslega, var samviskusamur og við erum stoltir af því að eiga hann í Leikni,"
sagði Rúnar.
Rúnar Kristins: Kiddi er með gríðarlega góðan hægri fót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner