


Liðinu gengur bölvanlega að tengja saman tvo góða leiki og það er ekki góðs viti fyrir umspilið sem verður að öllum líkindum niðurstaðan í mars. Umspilið eru tveir leikir, stakur undanúrslitaleikur á útivelli og svo úrslitaleikur nokkrum dögum síðar. Meira »

Slóvakar standa vel að vígi í riðlinum og geta yfir fáu kvartað hingað til. Þó eru sparkspekingar hér í landi alls ekkert vissir um að staðan í riðlinum sýni endilega að lið þeirra sé svona ofboðslega gott. Meira »

Það var alltaf vitað þegar tilkynnt var að Rúnar Kristinsson yrði látinn stíga frá borði yrðu stórir skór að fylla en pressan sem verður á nýja þjálfaranum gæti orðið af einhverjum öðrum toga en við höfum áður séð í íslenska boltanum.
Fjölmörg nöfn hafa verið orðuð við starfið og leitin hefur dregist á langinn, KR hefur þurft að horfa neðar á listann en félagið vildi og reiknaði með. Menn hafa reynt að horfa út fyrir boxið og erfitt að sjá að úr þessu verði hægt að finna mann sem almenn sátt mun ríkja með hjá stuðningsmönnum.
Það er risastór ákvörðun að láta mann eins og Rúnar fara, andlit félagsins. Mörgum sem voru á því að tími væri til breytinga hefur snúist hugur og fjölgað í þeim hópi sem telja þetta hafa verið stór mistök. Meira »

Félög eru í ríkari mæli farin að setja traust sitt á unga spennandi þjálfara og stór félög virðast ekki hika við að gefa mönnum traustið þrátt fyrir takmarkaða reynslu að vissu leyti. Meira »

Breiðablik og KA hafa bæði átt slakara tímabil í sumar en þessi lið áttu síðasta sumar. Breiðablik vann deildina í fyrra en sitja núna í 3. sæti en þeir tryggðu Evrópusætið sitt um helgina. KA endaði í fyrra í 2. sæti en er í 7. sæti núna og þar af leiðandi hafa þeir misst af Evrópusæti. Þessi lið stefndu bæði hærra fyrir tímabilið en þjálfarar beggja liða hafa bent á það að leikjaálag hefur haft stór áhrif á þessa niðurstöðu.
Meira »
Það er líklega stærsta spurningin fyrir leikinn gegn Wales á morgun, en það eru ýmis spurningarmerki varðandi liðið þegar miklar breytingar hafa orðið á hópnum á síðastliðnu ári.
Sandra Sigurðardóttir er komin aftur inn í hópinn eftir að hafa byrjað aftur í fótbolta. Ef undirritaður væri sá sem væri að sjá um að velja byrjunarliðið, þá myndi Sandra byrja annað kvöld.
Sandra hefur ekki spilað mikinn fótbolta að undanförnu en þetta er keppnisleikur á morgun og hún virðist alltaf vera góð með landsliðinu. Hún er með gríðarlega reynslu og það er gott að treysta á hana. Mikil reynsla hefur horfið úr liðinu á skömmum tíma og þá er gott að vera með Söndru í hópnum. Meira »

Carol Dweck Meira »

Ísland hefur sett stefnuna á að komast á EM og þó byrjunin í þessum riðli hafi alls ekki verið góð þá er opinbert markmið enn að komast á EM. Til að eiga möguleika á því í gegnum riðilinn verður að vinnast sigur í kvöld og Age Hareide hefur sagt að auðvitað verði sótt til sigurs.
Tvö efstu liðin komast á EM en ef við náum ekki öðru sætinu eru miklar líkur á því að önnur leið opnist í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Hugsum um það síðar. Meira »



Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Noregur og Portúgal. Sá leikur fór fram á Tony Bezzina leikvanginum þar sem íslenska U19 liðið spilaði tvo leiki í riðlakeppninni. Báðir þeir leikir enduðu með jafntefli, fyrst gegn Noregi og svo gegn Grikklandi. Meira »

Það hefur ekki farið fram hjá neinum knattspyrnuáhugamanni að undanfarnar vikur og mánuði hafa miklar neikvæðar umræður átt sér stað um dómgæslu á knattspyrnuleikjum. Þjálfarar og leikmenn sem hafa sagt lítið og jafnvel varið dómara í áraraðir virðast vera komnir með nóg. Stuðningsmenn eru að syngja níðsöngva, foreldrar láta vel í sér heyra, ungir krakkar farnir að apa eftir þeim fullorðnu og dómarar hafa fengið hótanir. Þetta er greinilega ekki að stefna í rétta átt.

Þetta er hópur fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM síðar í þessum mánuði. Það verður fyrsti landsliðshópur Hareide eftir að hann tók við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni og verður áhugavert að sjá hvort hann geri miklar breytingar. Meira »

En þegar ég hugsa um þau tæpu fjögur ár sem ég dæmdi knattspyrnuleiki get ég ekki sagt að minningarnar séu fullar af gleði. Því miður. Meira »

Hverju ert þú að reyna að breyta þegar þú ákveður að hreyta ljótum orðum í dómarann úr stúkunni? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú ákveður að hlaupa inn á völlinn og ætlar að rjúka í dómarann og láta hann finna fyrir því? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú hótar dómara lífláti? Eru þetta réttu aðferðirnar til að fá betri dómgæslu?
Meira »

Nú til dags er það ekkert óalgengt að við sjáum sjónvarps- og kvikmyndastjörnur eða jafnvel aðrar stjörnur úr öðrum íþróttum fjárfesta í enskum knattspyrnufélögum. Hinsvegar held ég að það hafi komið flestum á óvart þegar fréttir bárust af því snemma ársins 2021 að Ryan Reynolds (Deadpool m.a) og Rob McElhenny (It´s Always Sunny in Philadelphia m.a.) hafi keypt velska fótboltaklúbbinn Wrexham AFC.

Þegar talið verður upp úr pokanum í lokin eru allar líkur á því að þessi 7-0 sigur skipti í raun engu máli, þó hann hafi nært sálina í gær. Liechtenstein er það hrikalega lélegt lið að allir keppinautar okkar munu sækja fullt hús gegn því. Meira »