mán 09.okt 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sjö af tólf félögum sem voru í Bestu deild karla þetta tímabilið eru með aðalþjálfara í dag sem stigu beint upp úr því að vera aðstoðarþjálfarar hjá liðunum. Þetta þykir mér merkileg tala.
Félög eru í ríkari mæli farin að setja traust sitt á unga spennandi þjálfara og stór félög virðast ekki hika við að gefa mönnum traustið þrátt fyrir takmarkaða reynslu að vissu leyti.
Meira »
mán 02.okt 2023 16:00
Haraldur Örn Haraldsson
Breiðablik og KA hafa bæði átt slakara tímabil í sumar en þessi lið áttu síðasta sumar. Breiðablik vann deildina í fyrra en sitja núna í 3. sæti en þeir tryggðu Evrópusætið sitt um helgina. KA endaði í fyrra í 2. sæti en er í 7. sæti núna og þar af leiðandi hafa þeir misst af Evrópusæti. Þessi lið stefndu bæði hærra fyrir tímabilið en þjálfarar beggja liða hafa bent á það að leikjaálag hefur haft stór áhrif á þessa niðurstöðu.
Meira »
fim 21.sep 2023 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Já," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa á milli stanganna gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á morgun.
Það er líklega stærsta spurningin fyrir leikinn gegn Wales á morgun, en það eru ýmis spurningarmerki varðandi liðið þegar miklar breytingar hafa orðið á hópnum á síðastliðnu ári.
Sandra Sigurðardóttir er komin aftur inn í hópinn eftir að hafa byrjað aftur í fótbolta. Ef undirritaður væri sá sem væri að sjá um að velja byrjunarliðið, þá myndi Sandra byrja annað kvöld.
Sandra hefur ekki spilað mikinn fótbolta að undanförnu en þetta er keppnisleikur á morgun og hún virðist alltaf vera góð með landsliðinu. Hún er með gríðarlega reynslu og það er gott að treysta á hana. Mikil reynsla hefur horfið úr liðinu á skömmum tíma og þá er gott að vera með Söndru í hópnum.
Meira »
fös 15.sep 2023 20:00
Aðsendir pistlar
„...we can praise wisely, not praising intelligence or talent. That has failed. Don’t do that anymore. But praising the process that kids engage in: their effort, their strategies, their focus, their perseverance, their improvement. This process praise creates kids who are hardy and resilient."
Carol Dweck
Meira »
fim 14.sep 2023 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Fótboltanum er oft skipt í fjóra lykilþætti. Tæknilegur, andlegur, líkamlegur og taktískur.
Meira »
fös 08.sep 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Í kvöld fer fram landsleikur Lúxemborgar og Íslands í undankeppni EM. Lúxemborg er sýnd veiði en ekki gefin, klisja sem raunverulega á við í þessu tilfelli.
Ísland hefur sett stefnuna á að komast á EM og þó byrjunin í þessum riðli hafi alls ekki verið góð þá er opinbert markmið enn að komast á EM. Til að eiga möguleika á því í gegnum riðilinn verður að vinnast sigur í kvöld og Age Hareide hefur sagt að auðvitað verði sótt til sigurs.
Tvö efstu liðin komast á EM en ef við náum ekki öðru sætinu eru miklar líkur á því að önnur leið opnist í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Hugsum um það síðar.
Meira »
fös 25.ágú 2023 08:20
Aðsendir pistlar
Opið bréf til formanns KSÍ þar sem hún er upptekin við önnur mál þessa dagana en að svara 4. flokks þjálfara út á landi, hvorki í síma né tölvupósti, þá ætla ég að láta á þetta reyna hér.
Meira »
mán 21.ágú 2023 15:33
Aðsendir pistlar
Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, ritaði eftirfarandi texta í opinni Facebook færslu á dögunum og er textinn nú birtur hér sem pistill.
Meira »
fös 14.júl 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það var stuð og stemning á Möltu í gær þegar undanúrslitin á Evrópumóti U19 landsliða karla fóru fram.
Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Noregur og Portúgal. Sá leikur fór fram á Tony Bezzina leikvanginum þar sem íslenska U19 liðið spilaði tvo leiki í riðlakeppninni. Báðir þeir leikir enduðu með jafntefli, fyrst gegn Noregi og svo gegn Grikklandi.
Meira »
lau 17.jún 2023 10:30
Aðsendir pistlar
Það hefur ekki farið fram hjá neinum knattspyrnuáhugamanni að undanfarnar vikur og mánuði hafa miklar neikvæðar umræður átt sér stað um dómgæslu á knattspyrnuleikjum. Þjálfarar og leikmenn sem hafa sagt lítið og jafnvel varið dómara í áraraðir virðast vera komnir með nóg. Stuðningsmenn eru að syngja níðsöngva, foreldrar láta vel í sér heyra, ungir krakkar farnir að apa eftir þeim fullorðnu og dómarar hafa fengið hótanir. Þetta er greinilega ekki að stefna í rétta átt.
Meira »
mán 05.jún 2023 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðmaðurinn Age Hareide mun á morgun tilkynna sinn fyrsta A-landsliðshóp hjá Íslandi á morgun.
Þetta er hópur fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM síðar í þessum mánuði. Það verður fyrsti landsliðshópur Hareide eftir að hann tók við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni og verður áhugavert að sjá hvort hann geri miklar breytingar.
Meira »
mán 05.jún 2023 10:40
Aðsendir pistlar
Árið 2006 var ég 18 ára og tiltölulega nýhættur að æfa knattspyrnu vegna meiðsla en fótbolti var mitt helsta áhugamál. Ég ákvað að fara þá leið að fá dómararéttindi og byrja dæma leiki hjá liðinu sem ég æfði með. Ég vildi halda tengslunum við fótbolta og liðið mitt og fannst þetta góð hvatning til að halda mér í góðu líkamlegu ástandi. Ég var frekar spenntur fyrir þessu öllu. Eins og gefur að skilja þá byrjaði ég að dæma hjá yngstu flokkunum en fljótlega var ég byrjaður að dæma hjá 2., 3. og 4. flokki karla og kvenna ásamt því að dæma æfingaleiki hjá meistaraflokkunum.
En þegar ég hugsa um þau tæpu fjögur ár sem ég dæmdi knattspyrnuleiki get ég ekki sagt að minningarnar séu fullar af gleði. Því miður.
Meira »
fim 18.maí 2023 11:28
Garðar Örn Hinriksson
Hverju ert þú að reyna að breyta þegar þú ákveður að hreyta ljótum orðum í dómarann úr stúkunni? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú ákveður að hlaupa inn á völlinn og ætlar að rjúka í dómarann og láta hann finna fyrir því? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú hótar dómara lífláti? Eru þetta réttu aðferðirnar til að fá betri dómgæslu?
Meira »
fim 27.apr 2023 08:00
Aðsendir pistlar
Í sumar kemur út bókarkafli eftir undirritaðann og Hafrúnu Kristjánsdóttur í bókinni Football in the Nordic Countries sem gefin er út af Routledge. Honum er ætlað að varpa ljósi á jákvæðar breytingar í viðhorfi íslensks almennings til knattspyrnu kvenna síðan kvennalandsliðið varð fyrsta A landslið Íslands í knattspyrnu til að komast á stórmót árið 2009. Þó að enn sé ýmislegt óunnið í jafnréttismálum innan knattspyrnunnar, hefur þó margt breyst til hins betra hraðar en víðast annars staðar.
Meira »
mán 24.apr 2023 08:00
Matthías Freyr Matthíasson
Nú til dags er það ekkert óalgengt að við sjáum sjónvarps- og kvikmyndastjörnur eða jafnvel aðrar stjörnur úr öðrum íþróttum fjárfesta í enskum knattspyrnufélögum. Hinsvegar held ég að það hafi komið flestum á óvart þegar fréttir bárust af því snemma ársins 2021 að Ryan Reynolds (Deadpool m.a) og Rob McElhenny (It´s Always Sunny in Philadelphia m.a.) hafi keypt velska fótboltaklúbbinn Wrexham AFC.
Meira »
mán 27.mar 2023 08:10
Elvar Geir Magnússon
Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður talaði beint frá hjartanu í viðtölum eftir 7-0 sigurinn gegn Liechtenstein í gær. Hann vildi lítið ræða skyldusigurinn gegn dvergríkinu, þó miskunnarlaust íslenska liðið hafi svo sannarlega keyrt rækilega á andstæðinga sína.
Þegar talið verður upp úr pokanum í lokin eru allar líkur á því að þessi 7-0 sigur skipti í raun engu máli, þó hann hafi nært sálina í gær. Liechtenstein er það hrikalega lélegt lið að allir keppinautar okkar munu sækja fullt hús gegn því.
Meira »
lau 25.mar 2023 17:55
Elvar Geir Magnússon
Ég og Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, fengum okkur sæti á Marée veitingastaðnum í Vaduz í dag og spáðum í spilin fyrir það hvernig líklegt byrjunarlið Íslands verður gegn Liechtenstein á morgun.
Þetta var niðurstaðan:
Meira »
fös 24.mar 2023 15:37
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum formaður KSÍ ákvað að veðja á Arnar Þór Viðarsson, hann setti allt sitt traust á Arnar og ráðningin áhugaverð í ljósi þess að ferilskrá hans í þjálfun var afskaplega stutt og snubbótt ef miðað er við forvera hans. En Arnar gerði vel með U21 liðið, kom með ferska vinda að mörgu leyti og það heillaði greinilega KSÍ.
Síðan eru liðnir 27 mánuðir.
Meira »
mið 22.mar 2023 11:18
Elvar Geir Magnússon
Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið að taka sína síðustu æfingu hér í München, áður en haldið verður með einkaflugi til Bosníu síðar í dag.
Allir leikmennirnir í hópnum taka þátt í æfingunni, þar á meðal markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem kallaður var inn eftir að Elías Rafn Ólafsson varð fyrir höfuðmeiðslum á æfingu.
Flogið verður til Sarajevo, höfuðborgarinna í hinu fagra og fjalllenta landi Bosníu og Hersegóvínu, en þar mun liðið gista. Það eru 53 kílómetrar í Zenica, borgina þar sem leikurinn sjálfur mun fara fram.
Meira »
mið 22.mar 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Undankeppnin fyrir EM í Þýskalandi 2024 er að fara af stað. Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica.
Snemma í þessum mánuði setti Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, saman
mögulegt byrjunarlið Íslands en síðan þá hefur Sverrir Ingi Ingason, sem hefði pottþétt byrjað í hjarta varnarinnar, þurft að draga sig út úr hópnum.
Meira »