15. október 1982 stofnuðu þeir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson Arsenalklúbbinn á Íslandi. Arsenalklúbburinn varð því 40 ára þann 15. október í haust.
Meira »Alfreð glímir við meiðsli, Guðlaugur Victor dró sig út úr hópnum á dögunum og landsliðsþjálfarinn tjáði sig um Albert Guðmundsson fyrir síðasta landsliðsverkefni. Meira »
Eitt af því besta við fótboltann var alltaf hvað allt mótafyrirkomulag var einfalt og auðvelt að skilja. Lið mættust bara heima og að heiman og sá sem hafði besta stöðu eftir leikina stóð uppi sem sigurvegari.
Meira »Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt. Það hef ég gert síðustu rúmlega 30 árin fyrir mitt litla félag í litlu samfélagi þar sem ég hef gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, allt frá formanni félagsins, starfi gjaldkera, meðstjórnanda eða einfaldlega sem starfsmaður á plani.
Meira »U21 liðið er með fullt af hæfileikaríkum mönnum sem hafa sýnt gæði sín í undankeppninni, liðið er vel skipulagt og getur spilað frábæran fótbolta. Í allri umræðunni er þetta punktur sem má ekki gleymast, eins og Kristall Máni Ingason bendir á. Meira »
Hugtakið klefamenning kom víða upp í umræðu um #metoo og ásakanir á hendur íslenskum landsliðsmönnum í knattspyrnu árið 2021. Þó að hugtakið sé víða notað eru fræðimenn ekki sammála um inntak þess.
Meira »Það skal taka það fram strax í byrjun að ég veit það sama og lesendur Fótbolta.net um hvað gerðist á milli Arnars Grétarsonar þjálfara KA og Sveins Arnarsonar í og eftir leik KA gegn KR á dögunum.
Meira »Herzogenaurach er bara 'Herzo' í mínum augum og verður það líklega alltaf. Meira »
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á undir högg að sækja. Eftir undraverðan árangur liðsins á undanförnum árum þá hefur hallað undan fæti, svo mjög að knattspyrnuáhugafólk virðist hafa verulegar áhyggjur af gangi mála. Mig langar í þessum stutta pistli að koma inn á nokkra punkta sem tengjast núverandi stöðu liðsins.
Meira »Fótboltinn veltir gríðarlegum fjármunum og það er dapurlegt að mikil spilling hefur fylgt á eftir. Það er sama hvort um er að ræða litlar stofnanir eins og KSÍ eða þær allra stærstu eins og FIFA. Sumir halda ef til vill að þetta ástand sé óhjákvæmilegt en þó svo að spillingarvarnir gætu verið mun betri þá er verið að gera suma spillta forystu menn ábyrga og afl stuðningsmanna má ekki vanmeta. Þeir hafa sýnt krafta sína eins og í mótmælunum gegn fyrirhugaðri stofnun Ofur-deildarinnar og skipuleggjendur þurftu að hætta við aðeins þremur dögum eftir að hafa tilkynnt um deildina.
Tæknivæðing fótboltans síðustu 20 árin hefur verið víðtæk. Allt frá íþróttavísindum sem beytt er á æfingasvæðinu til myndbandsdómgæslu (VAR) í sérstökum tilvikum inn á vellinum. Þetta hefur gjörbreytt hvernig íþróttir er spiluð og hvernig við horfum á hana og spjöllum um hana en við hljótum að spurja okkur hvort þær breytingar hafi verið til bóta.
Meira »Um fátt er rifist af jafn mikilli heift og ástríðu eins og dóma og reglur í knattspyrnu og það er vissulega hluti af leiknum. Sumir hafa jafnvel langmest gaman af því. Knattspyrnan er hátt í 200 ára gömul og reglur leiksins hafa tekið miklum breytingum og er sú saga mjög áhugaverð.
Meira »Á sama tíma var markmiðið að líta á hvaða félög það eru sem hafa mestan og minnstan mismun á sigurhlutföllum miðað við hvort þau séu að spila á heima- eða útivelli. Meira »
Á þessum degi, 15. apríl árið 2002 opnaði ég Fótbolti.net í fyrsta sinn og vefurinn er því 20 ára í dag.
Meira »Með því að elta kvennalandsliðið gafst tækifæri á að kíkja á heimaleik hjá Rauðu Stjörnunni, bikarleik gegn TSC Bačka Topola. Bikarinn í Serbíu trekkir ekki jafn mikið að og deildin og Marakana völlurinn, eins og heimamenn kalla hann, var tómlegur um að litast meðan leikurinn fór fram.
En fyrir aftan annað markið, þar sem heitustu stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar halda sig, myndaðist góður og hávær hópur. Það voru sprengjur, það voru blys, hávær söngur, klósettpappír var kastað og slökkviliðsmenn og hermenn í viðbragðsstöðu á þessum niðurgrafna leikvangi.
Stemningin gaf sterkar vísbendingar um það hvernig andrúmsloftið er á Belgradslagnum, ef maður er sæmilegur í margföldun. Hitinn í leiknum sjálfum var býsna mikill og næstum hver einasti maður í starfsliðum beggja liða fékk að líta spjald, gult eða rautt. Meira »
Arnar kynnti fyrir flestum leikmönnum liðsins nýtt leikkerfi, 4-1-4-1, sem ekki hafði verið spilað áður í A-landsliðinu. Leikkerfinu 4-4-2 eða 4-4-1-1 var ýtt til hliðar og nú átti að fara nýja leið – einn djúpur miðjumaður og önnur nálgun en hafði hjálpað liðinu að ná besta árangri í sögu landsliðsins.
Það var fljótt ljóst að það myndi taka talsverðan tíma að koma þessari nýju nálgun í gegn. Gamli landsliðsfyrirliðinn átti í erfiðleikum í sínu hlutverki og menn tengdu verr en áður. Í kjölfarið fór svo að kvarnast úr hópnum af ýmsum ástæðum, sumir voru komnir á þann stað ferilsins að tími var kominn til að kalla þetta gott en aðrir hafa ekki spilað síðan vegna annarra ástæðna.
Gengið í þjálfaratíð Arnars hefur hreint ekki verið gott. Öflugustu úrslitin komu úti í Póllandi þegar jafntefli náðist í æfingaleik í júní í fyrra. Sigrarnir hafa einungis verið þrír og komu þeir gegn Liechtenstein í keppnisleikjum og í æfingaleik gegn Færeyjum.
Í þessum pistli ætla ég, fréttaritari Fótbolta.net, að vekja athygli á hlutum sem ég sem fjölmiðlamaður með enga þjálfaramenntun set spurningamerki við á þessu fyrsta ári Arnars í starfi. Þetta eru atriði eins og val á leikmönnum, leikkerfi, svör við spurningum fjölmiðlamanna og val á æfingaleikjum. Meira »
Ég var búinn að ákveða fyrir birtinguna að tjá mig ekki frekar um þau mál sem þar var fjallað um. Gerði fyrirfram ráð fyrir að ekki yrðu allir á eitt sáttir við skrifin og jafnvel yrði vegið að höfundi á samfélagsmiðlum og í greinarskrifum annars staðar. Ég er sem betur fer ekki á samfélagsmiðlum þannig að skrif þar sé ég ekki. Meira »