Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 14. september 2023 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ávinningur og áhrif 1v1 hreyfinga
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Greinarhöfundur.
Greinarhöfundur.
Mynd: Aðsend
Mynd: Coerver Coaching

Fótboltanum er oft skipt í fjóra lykilþætti. Tæknilegur, andlegur, líkamlegur og taktískur.


1v1 hreyfingar flokkast undir tæknileg atriði en hafa mikil áhrif og eru ávinningur fyrir hina þætti leiksins.

Tilgangur 1v1 hreyfinga er að búa til svæði til að skjóta á mark, senda á félaga eða hlaupa áfram með bolta(fara sjálf(ur)).

En skoðum ávinning og áhrif 1v1 hreyfinga á hina grunnþætti leiksins.

Andlegur þáttur:
 - 1v1 hreyfingar þjálfa sjálfstraust hjá leikmönnum.
 - 1v1 hreyfingar þjálfa einbeitingu hjá leikmönnum. Það þarf einbeitingu til að læra gabbhreyfingar og finna út hvenær á að framkvæma.
 - 1v1 hreyfingar snúast um sköpunarkraft og hafa þær einnig áhrif á hinn andlega sköpunarkraft hjá leikmönnum hvar þær „frelsa hugann” og brjóta niður fyrirstöður sem gætu verið fyrir hendi gagnvart öðrum þáttum leiksins.

Líkamlegur þáttur:
 - 1v1 hreyfingar hafa jákvæð áhrif á samhæfingu, sveigjanleika og jafnvægi hjá leikmönnum.
 - 1v1 hreyfingar vinna að líkamlegu formi leikmanna( með bolta). Mikilvægt er, og þá sérstaklega hjá ungum leikmönnum að allar æfingar séu með bolta!
 - 1v1 hreyfingar þjálfa upp hraðar fætur hjá leikmönnum og byggja einnig upp vöðva framan og aftan í læri.

Taktískur þáttur:
Gegn vel skipulögðum og öguðum varnarleik eru 1v1 hreyfingar fremsta atriðið sem getur eyðilagt slíkar varnir og leikskipulag. Þannig að 1v1 hreyfingar hafa sérstaklega í nútímanum gríðarleg áhrif á hinn taktíska þátt leiksins.

Pep Guardiola þjálfari Man City hefur látið hafa það eftir sér að bæði í nútið og framtíð eru sterkir leikmenn í 1v1 hreyfingum þeir mikilvægustu í fótboltanum, en þá væri jafnframt erfitt að finna.

Af hverju gæti verið spurt? Og mitt svar er það að við þjálfararnir æfum leikmenn og þá sérstaklega unga leikmenn ekki nægilega mikið í stöðunni 1v1. Ávinningur af slíkum æfingum er gríðarlegur og styrkir bæði sóknar og varnareiginleika leikmanna.

Þróunin í þjálfuninni strax frá unga aldri verður að vera rétt! Mín skoðun er sú að þróunin þurfi að vera eftirfarandi:
1. Bolti + leikmaður.
2. Bolti + leikmaður + liðsfélagi.
3. Bolti + leikmaður + liðsfélagi + lið.

Ummæli:
„1v1 hreyfingar eru algjör undirstaða sem allir leikmenn verða að læra. Þær eru ekki bara „trix” heldur hafa þær tilgang” - Robin Van Pierse(fyrrum stjörnuleikmaður Hollands, Arsenal og Man Utd).

„Ég vildi óska að ég hefði haft þjálfara í 1v1 hreyfingum þegar ég var yngri. Það hefði klárlega gert mig að betri leikmanni og ég hefði skorað fleiri mörk” - Jurgen Klinsmann( Heimsmeistari 1990 og Evrópumeistari 1996 með Þýskalandi).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner