Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 02. apríl 2012 17:00
Jóhann Laxdal
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Stjörnulíf á Hotel Campoamor
Ferðasaga - Æfingaferð Stjörnunnar til Campoamor á Spáni
Jóhann Laxdal
Jóhann Laxdal
Siggi Dúlla, Atli sjúkraþjálfari og Kristinn Ingi Lárusson fararstjóri.
Siggi Dúlla, Atli sjúkraþjálfari og Kristinn Ingi Lárusson fararstjóri.
Mynd: Úr einkasafni
Halldór Orri Björnsson sektarstjóri.
Halldór Orri Björnsson sektarstjóri.
Mynd: Úr einkasafni
Sigurður sáttur á golfbílnum.
Sigurður sáttur á golfbílnum.
Mynd: Úr einkasafni
Efstu menn í Go-kartinu.
Efstu menn í Go-kartinu.
Mynd: Úr einkasafni
Lagt var af stað eldsnemma föstudagsmorguninn 23. mars, menn misjafnt ferskir en fallegir samt sem áður. Dóri (Kony) var búinn að pússa sektarbókina sína og ætlaði ekkert að gefa eftir í sektunum og fengu sumir að kynnast því þegar þeir mættu upp í rútu, Siggi Dúlla gaf grænt ljós að allt væri ready og lögðum við af stað á flugvöllinn hans Leifs.

Iceland Express sá um að ferja okkur yfir til London, Gatwick og meðan fluginu stóð þá vaknaði hinn umdeildi Chinese Poker klúbbur frá því í fyrra og það kom strax í ljós að Hilmar Þór var eini sem pakkaði með sér niður einni lukkudís. Við þurftum svo að bíða í sirka 4 tíma eftir næsta flugi sem var Easy Jet sem tók seinni hlutann í ferðinni og allir brosandi yfir því að það væri að styttast í Spán.

Við þurftum svo að keyra 40 mín að hótelinu frá flugvellinum í Alicante og vorum við allir búnir að panta góða bílaleigubíla með nóg af plássi fyrir 4 stórar töskur nema Blæjubílsgengið sem innihélt Dóra, Hödda, Ingvar og Hilmar sem ætluðu að reyna vera svalir og pöntuðu sér blæjubíl með litlu skotti og urðu þeir ekki svalir þegar þeir þurftu að biðja einhverja af hinum að redda sér með tösku plássi en svo komust allir á leiðarenda á Hotel Campoamor þar sem okkar beið smá hressing áður en menn skelltu sér inn á herbergin sín og fóru að sofa.

Dagur 1:
Var fyrst og fremst notaður að losna við smá flugþreytu og jafna sig við stökkið frá dimma hellinum á Ísland yfir í sunny spain, tekin var létt æfing sem endaði svo með klassísku dönsku æfingunni þar sem 3 eru saman og var kynnt til liðs eitt af svakalegustu liðum sem hafa tekið þátt í þessari æfingu og voru þetta Kiddi Lár, Atli sjúkraþjálfari og enginn annar en Siggi Dúlla sem var fyrirliði þess liðs. Menn slökuðu svo á í góðum félagsskap í smá sól þangað til að dagurinn var búinn.

Dagur 2:
Okkar beið ávallt dýrindis buffet morgunmatur á hótelinu sem menn kunnu mikið að meta, litlu kjúllarnir þurftu ekki að kalla á foreldra sína til að gefa þeim að borða, æft var tvisvar um daginn og milli æfinga var tekið hádegismatur og svo sleikt sólina, Gunnar Örn var að koma á þetta æfingasvæði í fyrsta skipti og var hann mjög sáttur með það og sagði við menn “velkominn til himnaríkis” þar sem gæðin voru alveg frábær, en þar sem Gunnar er nýliði þá brostu bara menn í áttina að honum og kinkuðu kolli, smá skrýtið hjá honum. Siggi Dúlla á vini á mörgum stöðum og vinur hans Alfonso ákvað að henda í Sigga golf bíll þannig Siggi var eins og kóngur í ríki sínu á golfbílnum.

Dagur 3:
Það var ákveðið að við fengjum frí á seinni æfingunni þannig við tókum flotta æfingu um morguninn og svo fengu menn frjálst val um hvað þeir fengu að gera og ákváðu kjúllarnir að fara með Sigga Dúllu að sækja ítalska Óperu söngvarann Aron Heiðdal upp á flugvöll og kíkja aðeins í Alicante. Golfmenn liðsins tóku hring á golfvelli hótelsins meðan hinir ákváðu að skella sér í Go-Kart og fengum við æsispennandi keppni í lokin eftir æfinga og tímatökuna, það var víst ekki pláss fyrir lukkudísina hans Hilmars og tók hann síðasta sætið meðan á hinum endanum var spennandi viðureign milli mín og Harðar þar sem mér tókst að komast fram fyrir hann á lokahringnum með fallegum akstri. 1.sæti. Jeubert, 2.sæti. Höddi, 3. Gaddi Gullskór. Svo var keyrt aftur upp á hótel, sumir brosandi aðrir ekki, og náð síðustu sólageislunum fyrir kvöldmat og horfðum við svo á Mufc vs Fulham um kvöldið. (Spyrjið Gunnar Örn hvernig honum gekki startinu í Go-Kartinu)

Dagur 4:
Byrjað var á léttri morgunæfingu þar sem B liðið átti leik við Pilar seinni um daginn, menn keyrðu sig út í hitanum og gáfu allt í þennan leik, leikurinn endaði 1-1 og náðum við að jafna undir lok leiks eftir fallega dýfu frá dýfukóngi ferðarinnar hinn mikli meistari Björn Pálsson. Kvöldið var svo tekið með meistaradeildaráhorfi.

Dagur 5:
Tekið var aftur létt morgunæfing þar sem A liðið átti leik við Orihuela seinna um daginn, sá leikur endaði 2-2 og skoraði Kennie markið okkar og hitt sjálfsmark. Dómarinn var eins og við mátti búast, flautaði lítið og lét leikinn fljóta mikið og dæmdi aldrei á brot á okkur þegar við önduðum aðeins á spánverjana. Við skelltum svo okkur á pizzustað aðeins til að komast frá hótel matnum og horfðum svo á meistaradeildina. Það klikkaði ekki sama hvar við vorum þá var Chinese Poker klúbburinn mættur til að freista gæfunnar.

Dagur 6:
Tekin var góð morgunæfing í glampandi sól eins og var alla vikuna, við fengum svo frí seinni parts dags sem menn nýttu vel, golfmenn liðsins tóku golfhring, sumir kíktu aðeins í Torrevieja og kjúllarnir skelltu ser í Go-Kartið og fór ítalski óperusöngvarinn með sigur af hólmi meðan karamellu og pepsi kóngurinn Atli Freyr þurfti að sætta sig við síðasta sætið. Menn voru sáttir að fá að anda aðeins og njóta lífsins út á Spáni. Eftir kvöldmatinn var slakað á og hlegið og rætt um ýmsa hluti sem var mjög oft gert þegar við slökuðum á og komu ýmis mál og menn tjáðu sig á fagmennlegum nótum meðan einn í liðinu sagði “Kúkur er ógeðslegur”

Dagur 7:
Kjúllarnir vöknuðu allir stressaðir á þessum degi því ungir vs gamlir átti að hefjast seinna um daginn, við tókum létta morgunæfingu og eftir hana var sleikt sólina og náð í gott tan fyrir sigurmyndina fyrir leikinn. Dómarar leiksins voru Henrik “Situation“ Bødker og Siggi Dúlla. Gömlu höfðu yfirhöndina í byrjun leiks og komust í 2-0 en kjúllarnir náðu að jafna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks svo komust við í 3-1 og þá varð gerð skipting sem leikmenn og þjálfarar sjá eftir hjá gömlum, Ingvar skellti sér út og pistlahöfundurinn skellti sér í markið og þeir skoruðu fallegt mark stuttu eftir sem enginn markmaður hefði ráðið við og við komnir með æsispennandi leik, svo kom skemmtilegt klafs inni í teig og Atli sjúkraþjálfari tók 2-3 hringi með boltann milli fóta sér og tókst að setja boltann í eigið mark á skemmtilegan hátt. Leikurinn endaði svo í vító sem gömlu reynslurnar höfðu sigur úr býtum.

Menn sturtuðu sig og spreyjuðu á sig góða lykt áður en var haldið var í hinn svakalega pólska banka sem Henrik Bødker tók sigurinn en vildi sem minnst fagna með hendurnar upp í loft sem okkur fannst skrýtið. Eftir það skelltum við okkur á Rocky´s og borðuðum við og höfðum gaman og nýliðarnir þurftu allir að syngja lag fyrir alla á staðnum og rúlluðu þeir þessu upp og mátti heyra lög á við Bahama, Ríðum yfir sandinn, House of the rising sun, Lífið er yndislegt, Nessun Dorma og father and son , meiri segja Scholls söng lífið er yndislegt á íslensku við góðar undirtektir.

Dagur 8:
Pakkað var niður fyrir heimferð og chilluðum við allir í Alicante allan daginn til að bíða eftir fluginu heim, allir með bros á vör eftir að hafa æft við góða aðstæður í glampandi sóla allan tímann og nýttum við ferðina vel í alla staði.

Þakka fyrir góða og fallega ferð og þakka þér kæri lesandi fyrir að gefa þér tíma að lesa pistillinn minn.
Athugasemdir
banner
banner