„Leikkerfið þar sem miðjumenn eru í öllum stöðum.“
„Leikmenn eru þreyttari í hausnum en öðrum stöðum líkamans eftir æfingar, þeir þurfa að hugsa mjög mikið með og án bolta.“
„Leikmenn hvíla sig í sókninni því liðið er með boltann yfir 50% allan leikinn.“
Meira »
Sjónarmið Grindvíkinga eftir 4-3 tapleik liðsins gegn Fram í gær kom ekki fram hér á Fótbolta.net. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, hefur neitað að tala við fréttaritara síðunnar eftir tvo síðustu leiki liðsins.
Meira »
Þegar stórmeistari yfirgefur sviðsljósið opnast flóðgáttir tilfinninga. Oft með þeim hætti að maður finnur sig knúinn til að votta þeim virðingu sína, jafnvel með því að stinga niður penna. En þegar Alessandro Nesta, Alessandro Del Piero, Gennaro Gattuso, Gianluca Zambrotta og Filippo Inzaghi yfirgefa lið sín og sumir jafnvel fótbolta yfirhöfuð, allir á sama deginum duga vart skrifuð orð. Það verður einfaldlega of mikið.
Meira »
Fjögur lið geta unnið titilinn í ár í Pepsídeild kvenna. Allt getur gerst. Stjarnan skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna í fyrra með sínum titli. KR-stórveldið bjargaði sér frá falli á markatölu. Fimm lið enduðu með jafnmörg stig í A-deild lengjubikarsins í vor. Það mun eitthvað óvænt og skemmtilegt gerast í deildinni í sumar. Það er klárt.
Meira »
Í gær byrjaði boltinn að rúlla í 1.deildinni sem er aðaldeildin í mínum heimkynnum á Snæfellsnesi. Víkingarnir tóku á móti Fjölni og niðurstaðan var sanngjarnt jafntefli í leik sem bæði lið gátu þó kvartað undan að hafa ekki unnið.
Meira »
Það er ekki oft sem maður sest fyrir framan sjónvarpið til að horfa á beina útsendingu á íslenskum leik og skemmtir sér eins vel og í gærkvöldi, þegar ÍA tók á móti KR.
Meira »
Það er mikið ánægjuefni hvað margir hafa áhuga á Pepsideild karla. Er ég þar engin undantekning. Það sem gert hefur verið í mörg ár, eru alls konar kannanir og atkvæðgreiðsla, bæði hjá fyrirliðum og þjálfurum félaganna, en einnig fjölmiðlaspekinga, sem gefa sér það hverjir munu vinna og hverjir falla.
Meira »
Þegar ég var 12 ára skrifaði ég undir tveggja ára samning við Chelsea. Þegar ég skrifaði undir samninginn sögðu þjálfarinn minn og yfirmaður akademíunnar: ,,Þessi samningur merkir ekkert, ef við viljum losna við þig á næstu 2 árum þá munum við gera það. Þetta þýðir einungis að þú getur ekki spilað með neinum öðrum en okkur.”
Á þessu augnabliki var hugarfar mitt mótað. Þarna fékk ég sönn og góð ráð. Ef félag vill ekki hafa þig lengur þá mun það finna leið til að láta þig fara. Tryggð og tilfinningar eru ekki til. Sem leikmaður getur þú aukið möguleikana á því að vera áfram hjá félaginu. Á endanum getur þú samt ekkert gert ef þjálfarinn ákveður að þín sé ekki þörf lengur. Meira »
Á þessu augnabliki var hugarfar mitt mótað. Þarna fékk ég sönn og góð ráð. Ef félag vill ekki hafa þig lengur þá mun það finna leið til að láta þig fara. Tryggð og tilfinningar eru ekki til. Sem leikmaður getur þú aukið möguleikana á því að vera áfram hjá félaginu. Á endanum getur þú samt ekkert gert ef þjálfarinn ákveður að þín sé ekki þörf lengur. Meira »
Jæja þá er maður búinn að panta flug fyrir sumarið fyrir kr. 5.900.000. Já 5,9 milljónir takk og þá eru ótaldir bílaleigubílarnir og rúturnar sem liðin okkar þrjú nota til ferðalaga þegar keppt er fyrir norðan og á Höfn. Ætli heildarkostnaðurinn sé ekki á milli 7 og 8 milljónir. Athugið að hér er aðeins verið að tala um meistaraflokka Fjarðabyggðar og 2. flokk enda heldur Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar aðeins utan um þessa flokka en yngri flokkar eru aðskildir.
Meira »
Árið 2005 ákvað ég, Ágúst Stefánsson, ásamt félaga mínum Oddi Aðalgeirssyni að það væri kominn tími til að fylgjast með einhverju skemmtilegu liði í neðri deildunum á Englandi. Liðið sem við féllum fyrir var Blackpool FC. Gengi félagsins hefur verið ótrúlegt síðan þá, en liðið var í Football League One (2. deild upp á íslenskuna) og hefur síðan farið upp í fyrstu deildina og eins og margir muna eftir upp í Úrvalsdeildina þar sem spilamennska liðsins heillaði ansi marga áður en liðið féll óverðskuldað í síðustu umferðinni í fyrra.
Meira »
Undirritaðir voru beðnir um að grýta í einn stuttan pistil um Portúgalsferð FH-inga. Þetta var geggjuð ferð, gjörsamlega geggjuð. Lagt var af stað mánudagsmorgun, allir í drullunettum gír. Eftir kómiskt ferðalag vorum við komnir um 2 leytið og tókum við létta æfingu kl 4, sumir æfðu aðrir ekki. Það vakti mikla lukku meðal leikmanna að allir áttu að taka með sér rúlludjöful og rúlla sér fyrir æfingar, skemmtileg tilbreyting en yfirhöfuð bara drullunett. En það sem vakti mestu lukku leikmanna, sérsaklega Guðmanns og Alberts var það sem blasti við okkur við komu á Kaplakrikann á mánudagsmorguninn, heil rúta af þokkadísum…nammi namm.
Meira »
„Mér varð á og þungan dóm ég hlaut, er ég villtist af réttri braut“ þetta söng Jóhann G. Jóhannsson um árið, en ég raulaði þessar línur í huga mér um helgina. Mér varð nefninlega á. Mér tókst að sofa yfir mig á morgunæfingunni síðasta laugardag. Svona fer þegar krakkarnir eru ekki heima til að vekja mann í skrípó klukkan 7.30 um helgar.
Meira »
Það fylgir því mikil ábyrgð að vera þjálfari, sérstaklega í yngri flokkum, en þar mótast ungir íþróttamenn og góður/lélegur þjálfari getur haft heilmikið að segja um framtíð íþróttamannanna.
Meira »
Það er búið að hvetja mig til að prófa að vera pistlahöfundur og hér er frumraun mín;
Ég ætla ekki að einbeita mér að tímabilinu hjá félagi mínu Stjörnunni en ég verð samt að segja að ef að nýju leikmennirnir okkar verða jafn sannfærandi á vellinum og á Karokí kvöldinu í æfingaferðinni okkar á Spáni, þar sem nýliðarnir þurftu að syngja lag að eigin vali, þá verðum ansi góðir.
Sérstaklega Alexander Scholz sem söng ,,Lífið er yndislegt” á íslensku eða eða flutningur Arons Heiðdal á ,,Nessun Dorma” sem sjálfur Paul Potts hefði verið stoltur af og fagnað með standandi lófataki.... Meira »
Ég ætla ekki að einbeita mér að tímabilinu hjá félagi mínu Stjörnunni en ég verð samt að segja að ef að nýju leikmennirnir okkar verða jafn sannfærandi á vellinum og á Karokí kvöldinu í æfingaferðinni okkar á Spáni, þar sem nýliðarnir þurftu að syngja lag að eigin vali, þá verðum ansi góðir.
Sérstaklega Alexander Scholz sem söng ,,Lífið er yndislegt” á íslensku eða eða flutningur Arons Heiðdal á ,,Nessun Dorma” sem sjálfur Paul Potts hefði verið stoltur af og fagnað með standandi lófataki.... Meira »
Eins og flesta stráka dreymdi mig um að verða fótboltamaður. Ólíkt flestum þá var draumurinn ekki að spila á Old Trafford, Anfield, San Siro eða Bernabau heldur á Selfossvelli. Hver sem ástæðan var þá langaði mig bara að fá að spila, þó ekki væri nema einn leik, í vínrauðu á Selfossvelli. Í þriðja flokk fengum við að spila á aðalvellinum einn leik og það var það næsta sem ég komst draumnum, nokkrum árum seinna kom ég reyndar inn á í leik með Árborg gegn Reyni á Selfossvelli. En þegar ég og hin varamaðurinn stóðum við hliðarlínuna og biðum eftir að fá leyfi frá dómaranum til að koma inná gekk þjálfari Reynis í burtu, hristi hausinn og tautaði með sjálfum sér: „hvað er að verða um þessa deild.“ Það og að tapa leiknum 0-3 gerði þessa upplifun örlítið verri.
Meira »
Lagt var af stað eldsnemma föstudagsmorguninn 23. mars, menn misjafnt ferskir en fallegir samt sem áður. Dóri (Kony) var búinn að pússa sektarbókina sína og ætlaði ekkert að gefa eftir í sektunum og fengu sumir að kynnast því þegar þeir mættu upp í rútu, Siggi Dúlla gaf grænt ljós að allt væri ready og lögðum við af stað á flugvöllinn hans Leifs.
Meira »
Að þessu sinni var að ákveðið að við Fylkismenn, ásamt Fylkiskonum, skyldum halda til Portúgals í æfingaferð. Herrakvöld Fylkis spilar stóran þátt í að afla nægilegu fjárhagslegu bolmagni sem gerði okkur kleift að komast í þessa ferð, og fyrir hönd Fylkis vil ég þakka öllum þeim sem mættu þangað og stuðluðu að góðu málefni.
Meira »
Andre Villas-Boas var rekinn frá Chelsea þann 4. mars síðastliðinn í kjölfar óviðunandi árangurs liðsins og samstöðuleysis í búningsklefanum. Leikmennirnir stóðu ekki allir á bak við hann og því fór sem fór. Aðstoðarþjálfarinn Roberto Di Matteo hélt hinsvegar velli, færðist í skipstjórahlutverkið og virðist hafa siglt skútunni upp úr þeirri lægð sem hún var búin að sökkva dýpra og dýpra í á fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Meira »
Í flestum íþróttum í dag er mikið notast við tónlist til að ná réttu spennustigi fyrir leik eða keppni. Þegar við sjáum keppendur mæta til leiks á keppnisstaði eru nánast allir með heyrnartólin á sér að hlusta á sína tónlist en gríðarlega misjafnt er hvað menn hlusta á því það er misjafnt hvað menn þurfa til að koma sér í rétta gírinn. Mörg dæmi eru um lið og einstaklinga sem hafa talað um hvernig tónlist hjálpaði eða dró þá jafnvel niður fyrir keppni. Mig langaði aðeins að skoða hvers konar tónlist fólk er að spila og fara líka aðeins yfir hvernig þetta er hjá okkur í Sunny Kef.
Meira »
Eftir langt og strangt tímabil er nú tæpur mánuður í að leikmenn í neðri deildunum á Englandi geti sett tærnar upp í loft og skellt sér í sumarfrí. Toppbaráttan í ensku Championship deildinni er æsispennandi en þegar sjö umferðir eru eftir er ljóst að baráttan um tvö örugg sæti í ensku úrvalsdeildinni mun standa á milli þriggja félaga.
Meira »