Sumarið gert upp - Sigmar Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
,,Gummi Ben kom inn í þjálfarateymið enda þar maður með mikla reynslu af baráttu við krossböndin og því vel við hæfi að fá hann í blikana. Fatta ekki enn af hverju hann er hættur að spila því ég held að hann hafi einu sinni verið í tapliði þegar hann var með á æfingu, ég var reyndar ekki með honum í liði þá."
,,Addi Kóngur í gjaldþrota Grikklandi stal Ella Helga af okkur um mitt sumar en þar þurftum við að sjá á eftir miklum meistara. Maður spilar ekki með mörgum mönnum á ævinni sem mæta með jólaseríu í staðinn fyrir takkaskó á æfingu, labba kílómeter yfir hraun til að mæta í golfmót því hann fann ekki bílastæðið. Það síðasta sem við sáum að Ella var þegar hann klifraði út um glugga á klefanum þar sem hann nennti ekki að hitta fjölmiðlamenn á leiðinni út.
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður hjá Breiðabliki, sér um pistil dagsins að þessu sinni.
Kæru lesendur
Eftir draumaendi á tímabilinu 2010 fóru allir blikar bjartsýnir inn í undirbúningstímabilið fyrir sumarið 2011. Félagið hafði heldur betur brotið blað í sögunni og ekkert annað í stöðunni en að halda áfram á sömu braut. Nokkrar breytingar urðu á hópnum eins og gengur og gerist. Inn komu Viktor Unnar sem var nokkuð heitur um veturinn og þurfti aldrei meira en 10 mín til að skora. Arnar Már mætti tveimur mánuðum of seint því hann týndist í Asíu og svo mætti hinn Makedónsk/íslenski Marko Pavlov sem var eins og kóngur í æfingaferðinni enda algjörlega á heimavelli á Spáni. Þá var ánægjulegt að fá Rafn Andra til baka úr meiðslum en jafn súrt að geta ekki notið Gumma Pé sem tók við krossbandsmeðferðinni af Rabba. Gummi Ben kom inn í þjálfarateymið enda þar maður með mikla reynslu af baráttu við krossböndin og því vel við hæfi að fá hann í blikana. Fatta ekki enn af hverju hann er hættur að spila því ég held að hann hafi einu sinni verið í tapliði þegar hann var með á æfingu, ég var reyndar ekki með honum í liði þá.
Það var súrt að missa tankinn ótrúlega Árna Kristinn Gunnarsson í nám til bandaríkjanna, Ranni skellti sér í ÍR og síðar í Bootcamp ásamt því að Elli ýkti og Gústi voru lánaðir til KA.
Eins og áður sagði var farið til Spánar í æfingaferð þar sem menn eyddu jafn miklum tíma í sjónum í baráttu við ótrúlegt brim og á æfingavellinum. Tannlausi vallarstjórinn var stoltur af því að hafa Íslandsmeistarana að æfa á sínum velli. Hápunktur æfinganna var væntanlega þegar Viggi Buff og Gummi Kri töpuðu í sláarkeppni í lok æfingar og þurftu því að keppa í kökukeflinu illræmda. Í kökukeflinu rúlla menn sér þvert yfir vítateiginn og sá sem tapar þarf að spretta til baka. Það tók restina af ferðinni fyrir Gumma að jafna sig eftir veltinginn.
Slæmt gengi á undirbúningstímabilinu var kórónað með tapi í leiknum um meistara meistaranna. (Hvað varð samt um Atlantic Cup? Mig langar að fara til Færeyja)
Íslandsmótið hófst og eftir 20 mínútur vorum við lentir marki undir og manni betur, ekki beint draumabyrjun á mótinu en spilamennskan þó góð í leiknum sem tapaðist. Fá stig komu í safnið í fyrstu leikjunum og því var sóttur liðstyrkur alla leið til Ástralíu. Big DJ MacAlister var fenginn til að leiða sóknina. Hann skilaði sínu ágætlega inni á vellinum.
Í Noregi kenndi hann okkur síðan tvo spil sem áttu eftir að hafa þónokkrar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins. Horse Race hefur orðið til þess að menn hafa verið flengdir til blóðs en InBetweeners hefur verið blóðugt fyrir veski margra.
Haukur Baldvins datt í meiðsli snemma sumars og söknuðum við hans mikið enda mikilvægari en margir halda.
Addi Kóngur í gjaldþrota Grikklandi stal Ella Helga af okkur um mitt sumar en þar þurftum við að sjá á eftir miklum meistara. Maður spilar ekki með mörgum mönnum á ævinni sem mæta með jólaseríu í staðinn fyrir takkaskó á æfingu, labba kílómeter yfir hraun til að mæta í golfmót því hann fann ekki bílastæðið. Það síðasta sem við sáum að Ella var þegar hann klifraði út um glugga á klefanum þar sem hann nennti ekki að hitta fjölmiðlamenn á leiðinni út.
Það var ævintýri að taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti. Ég saknaði þess þó að heyra ekki lagið góða fyrir leik með tilheyrandi gæsahúð.
Þýska stálinu Arnór Aðalsteins líkaði vel í Noregi og ákvað að skella sér út í mennskuna. Í staðinn fengum við Þórð Steinar verðandi hárgreiðslumeistara frá Færeyjum.
Niðurstaða sumarsins er 6. Sæti í Pepsi deildinni og fall út úr bikarnum í skrýtnum leik á Ísafirði. Breiðablik vann þó sinn fyrsta leik í Evrópukeppni og í eina skiptið sem við héldum hreinu í allt sumar var einmitt í þeim leik. Það þurfti alvöru lið til að við nenntum því. Það er kannski tilviljun en þetta var einmitt eini leikurinn sem við markmennirnir vorum í búningum sem ekki voru eins og þeim hefði verið stolið úr búningasetti í lélegri Bollywod mynd.
Við lærðum margt þetta sumarið. Það er ekki sjálfgefið að vera góðir árið eftir að hafa unnið titil, fundir hjá knattspyrnuliðum geta verið samtals á annað hundrað klukkustundir yfir eitt sumar. Ef menn vilja verða atvinnumenn þá fá þeir sér stað í klefanum nálægt mér. Alfreð Finnboga, Arnór og Stebbi Gísla eru allir sönnun þess. Stebbi sannaði þetta endanlega en hann mætti á eina æfingu, sat við hliðina á mér og allt í einu var hann kominn með tveggja mánaða framlenginu á samningi sínum við Lilleström. Þetta getur ekki lengur verið tilviljun enda menn farnir að slást um gamla skápinn hans Nóra..... Já Alfreð fór líka, var næstum því búinn að gleyma því.
Margir undir leikmenn fengu tækifærið í sumar og nýttu vel. Höskuldur (Hörkuldur) kom sterkur inn undir lokin. Árni Vilhjálms var ekki alveg með sömu hörkuna. Ótrúlegt hvað sami leikmaðurinn getur látið bera sig oft út af velliunum á einu sumri, og dramatíkin í honum, það vantaði ekkert upp á hana.
Takk fyrir gott sumar og ég vil að lokum þakka þeim miklu meisturum Nonna, Ödda, Trausta og öllum öðrum í kringum liðið sem hafa lagt á sig fáránlega mikla vinnu við að stjana í kringum okkur í gegnum súrt og sætt.
Don Simon
Sjá einnig:
Kristján Valdimarsson (Fylkir) - Þið eruð bara helvítis kæglar
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) - Við ákváðum að prófa fallbaráttuna
Tómas Leifsson (Fram) - Með leikmann sem er með sveinspróf í fallbaráttu
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) - Mjög erfitt að skilja þessa Skota
Sveinn Elías Jónsson (Þór) - Móralski dagurinn fór aðeins úr böndunum
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) - Þetta átti sko að vera 2114, ekki 2014