Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   sun 09. október 2011 09:00
Tómas Leifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Með leikmann sem er með sveinspróf í fallbaráttu
Sumarið gert upp - Tómas Leifsson (Fram)
Tómas Leifsson
Tómas Leifsson
,,Ég set reyndar smá spurningamerki við hann Hólmbert. Í Krikanum varð hann að biðja um skiptingu því hann þurfti svo mikið að fara á klósettið og í næsta leik fékk hann rautt eftir 38 sekúndur inn á vellinum. Talandi um að vera með allt lóðrétt niður um sig.
,,Ég set reyndar smá spurningamerki við hann Hólmbert. Í Krikanum varð hann að biðja um skiptingu því hann þurfti svo mikið að fara á klósettið og í næsta leik fékk hann rautt eftir 38 sekúndur inn á vellinum. Talandi um að vera með allt lóðrétt niður um sig."
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Sleggjurnar Pétur Ormslev og Gummi Torfa komu inn í þetta á miðju sumri. Lengi framan af fannst okkur í liðinu við vera svolítið einir í þessu með Todda og hans aðstoðarfólki. Þess vegna var frábært að finna fyrir svo sterkum stuðningi. Við hefðum í raun átt að tollera Ormslev á lokahófinu því síðasta tolleringin hans endaði ekkert sérstaklega. Ég fékk mér allavega einn GogT á barnum bara til að sýna Gumma Torfa virðingu. Minnsta sem ég gat gert.
,,Sleggjurnar Pétur Ormslev og Gummi Torfa komu inn í þetta á miðju sumri. Lengi framan af fannst okkur í liðinu við vera svolítið einir í þessu með Todda og hans aðstoðarfólki. Þess vegna var frábært að finna fyrir svo sterkum stuðningi. Við hefðum í raun átt að tollera Ormslev á lokahófinu því síðasta tolleringin hans endaði ekkert sérstaklega. Ég fékk mér allavega einn GogT á barnum bara til að sýna Gumma Torfa virðingu. Minnsta sem ég gat gert.
Mynd: Grindavík-Fram
,,Núna er búið að semja við alla bretana sem er mikið gleðiefni fyrir alla Framara. Ég veit reyndar ekki hvernig svipurinn á þeim verður þegar þeir sjá veðrið í janúar en það er önnur saga. Lennon getur haldið áfram að vinna í tvíhöfðanum. Gæinn er náttúrulega með sverari handlegg en Manfred Hoeberl.
,,Núna er búið að semja við alla bretana sem er mikið gleðiefni fyrir alla Framara. Ég veit reyndar ekki hvernig svipurinn á þeim verður þegar þeir sjá veðrið í janúar en það er önnur saga. Lennon getur haldið áfram að vinna í tvíhöfðanum. Gæinn er náttúrulega með sverari handlegg en Manfred Hoeberl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Tómas Leifsson skrifaði pistil fyrir Framara og hann má sjá hér að neðan.



Kæru samlandar

Sumarið 2011 hjá Fram fer örugglega í sögubækurnar sem eitthvað það erfiðasta sem félagið hefur gengið í gegnum. Hópurinn sem byrjaði mótið var að mínu mati sterkari og breiðari en hópurinn 2010 og því var ég bjartsýnn. En í byrjun móts klikkaði nánast allt sem gat klikkað. Sjálfstraustið fór niður hjá nánast öllum og margir leikir töpuðust á einu marki. Ekki hjálpaði það svo til að við misstum Fjóluköttinn á miðju sumri. Það myndi veikja öll lið á Íslandi að missa mann af þeim kaliber. Gummi Magg fór einnig en honum fannst bara allt í lagi að fara að búa á Ólafsvík. Hver er annars meðal ölduhæðin þar? Einnig var slæmt að missa Ívar í meiðsli og ekki skánaði það svo þegar Stjáni Hauks meiddist illa á hné á svipuðum tíma og ég. Andri Júl hélt áfram að dúndra boltanum yfir Miklubrautina (er þetta kannski Kringlumýrabrautin?) og því held ég að það hafi verið frekar þungt yfir mönnum í Safamýrinni á þessum tímapunkti.

Í staðinn fengum við fagmennina Steven Lennon, Sam Hewson og Hólmbert. Það er búið að segja nógu mikið um þá miklu menn. Þeir gerðu svakalega mikið fyrir liðið og aðrir stigu upp í leiðinni. Sam Tillen spilaði frábærlega, Dóri og Almarr voru flottir og sjálfur Hlynur Atli hætti að grenja og fór í staðinn að brillera inn á vellinum. Ég set reyndar smá spurningamerki við hann Hólmbert. Í Krikanum varð hann að biðja um skiptingu því hann þurfti svo mikið að fara á klósettið og í næsta leik fékk hann rautt eftir 38 sekúndur inn á vellinum. Talandi um að vera með allt lóðrétt niður um sig. Húmorinn í klefanum fór upp um nokkur level eftir þetta og þann þátt má aldrei vanmeta. Takk fyrir að leggja þitt af mörkum Berti minn.

Sleggjurnar Pétur Ormslev og Gummi Torfa komu inn í þetta á miðju sumri. Lengi framan af fannst okkur í liðinu við vera svolítið einir í þessu með Todda og hans aðstoðarfólki. Þess vegna var frábært að finna fyrir svo sterkum stuðningi. Við hefðum í raun átt að tollera Ormslev á lokahófinu því síðasta tolleringin hans endaði ekkert sérstaklega. Ég fékk mér allavega einn GogT á barnum bara til að sýna Gumma Torfa virðingu. Minnsta sem ég gat gert.

Það verður að minnast á þjálfarann. Toddi fær alltof lítið hrós fyrir sinn þátt í þessum árangri. Hann gafst aldrei upp heldur bætti bara leik liðsins og hamraði á okkur allan tímann. Það er gríðarlega erfitt að halda mönnum á tánum og missa ekki dampinn þegar illa gengur. Þess vegna er þessi árangur frábær hjá Todda og hann á mikið hrós skilið. Ekki var svo verra að vera með mann eins og Daða Guðmunds í hópnum en hann er auðvitað með sveinspróf í fallbaráttu. Ég held að allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta tóku eftir því hvað liðið varð gott þegar menn spiluðu með sjálfstraustið í botni. Stjarnan og FH rétt náðu að jafna á móti okkur í lokin á þeirra eigin heimavelli. Það segir mikið um styrk liðsins.

Eftir stendur eitt mesta comeback í íslenskri knattspyrnu. Nánast allt landið var búið að afskrifa okkur en enginn í okkar liði gafst upp heldur trúði allan tímann. Það er líka miklu skemmtilegra að bjarga sér almennilega heldur en að vera í einhverju miðjuhnoði. Ömmi var svo kosinn bestur á lokahófi okkar og var hann vel að þeim titli kominn. Ömmi mun bara verða betri og betri. Orri Gunnars var valinn efnilegastur sem kom held ég fáum á óvart. Hann er mikið efni hann Orri. Ég held því að sumarið hafi verið mjög lærdómsríkt fyrir alla sem komu að liðinu. Núna er búið að semja við alla bretana sem er mikið gleðiefni fyrir alla Framara. Ég veit reyndar ekki hvernig svipurinn á þeim verður þegar þeir sjá veðrið í janúar en það er önnur saga. Lennon getur haldið áfram að vinna í tvíhöfðanum. Gæinn er náttúrulega með sverari handlegg en Manfred Hoeberl. Stuðningsmenn Fram ættu því held ég að vera spenntir fyrir næsta sumri því ef sami hópur helst mega menn alveg vera vongóðir um bjarta framtíð.

Að lokum við ég birta niðurstöður kosninga yfir ákveðna hluti sem gleymdist að opinbera á lokahófinu.
Sími ársins: Síminn hans Alans
Annað sæti í sími ársins: Síminn hans Mark Redshaw
Þriðja sæti í sími ársins: Iphoninn hans Stjána
Ofmat ársins: Hörður Björgvin Magnússon í fríinu
Handklæði ársins: Öll handklæðin sem Hjalli fékk lánuð
Æðiskast ársins: Denis Cardaklija
Lúr ársins: Denis Cardaklija
Afneitun ársins: Denis Cardaklija
Bosníu maður ársins: Denis Cardaklija

Við Framarar óskum að sjálfsögðu KR til hamingju með titlana og þá sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni. Hannes plantaði fræjum og tók svo uppskeruna um haustið. Ef þú plantar ekkert fræjum þá kemur engin uppskera. Það er bara þannig. Við erum Kááááeeeeerrrrr.

Fyrir hönd leikmanna Fram þá fá Þura, Bjössi, Pétur sjúkró, Jói tölfræði, Birkir og allir þeir sem hjálpa okkur miklar þakkir. Án ykkar værum við ekkert.
Takk fyrir mig.

Tómas Leifsson (efstur á Íslandi í Fantasy).

Sjá einnig:
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) - Mjög erfitt að skilja þessa Skota
Sveinn Elías Jónsson (Þór) - Móralski dagurinn fór aðeins úr böndunum
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) - Þetta átti sko að vera 2114, ekki 2014
banner
banner
banner
banner