Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 17. júlí 2014 12:30
Fótbolti.net
Úrvalslið 11. umferðar 1. deildar: Aftur þrír frá KA
Emir Dokara, leikmaður Ólafsvíkinga, er í liðinu.
Emir Dokara, leikmaður Ólafsvíkinga, er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Pálmason, leikmaður Þróttar.
Vilhjálmur Pálmason, leikmaður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er á flottu skriði í 1. deildinni en aðra umferðina í röð á liðið þrjá fulltrúa í úrvalsliðinu. KA vann 4-2 útisigur gegn ÍA í 11. umferðinni en Hallgrímur Mar Steingrímsson er auðvitað þar á meðal sem leikmaður umferðarinnar.



Árni Arnarson úr HK er í liðinu eftir að hafa tryggt 1-0 sigur gegn BÍ/Bolungarvík. Einar Ottó Antonsson var maður leiksins þegar Selfoss og Grindavík gerðu markalaust jafntefli.

Leiknir vann 5-0 sigur gegn Tindastóli á útivelli en Hilmar Árni Halldórsson gerði varnarmönnum heimaliðsins lífið leitt og skoraði tvívegis. Þróttur á þrjá leikmenn í liðinu eftir að hafa unnið KV 3-1.

Eftir þrjá tapleiki í röð náði Víkingur Ólafsvík góðum 3-1 sigri gegn Haukum. Emir Dokara og Eyþór Helgi Birgisson voru bestu leikmenn Víkinga.

Ert þú á vellinum í 1. deildinni? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 11. umferðar 1. deildar:
Trausti Sigurbjörnsson – Þróttur

Emir Dokara – Víkingur Ó.
Atli Sveinn Þórarinsson – KA
Einar Ottó Antonsson – Selfoss

Árni Arnarson – HK
Vilhjálmur Pálmason – Þróttur
Ragnar Pétursson – Þróttur
Ævar Ingi Jóhannesson - KA

Hilmar Árni Halldórsson – Leiknir
Eyþór Helgi Birgisson – Víkingur Ó.
Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner